Ekki mikil veiði fyrstu tvo dagana á rjúpnaslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 26. október 2014 14:29 Mynd: KL Rjúpnaveiðar hófust á föstudaginn og það viðraði heilt yfir ágætlega í flestum landshlutum og mikið fjölmenni var á vinsælum veiðistöðum. Fyrstu fréttir af veiðum eru heldur litlar þrátt fyrir að fjölmenni hafi gengið til rjúpna en margir komu fugllausir til byggða á fyrsta degi. Þeir sem mest fengu voru að fá 10-15 fugla yfir daginn og komnir með í jólamatinn og vel það en annars voru margir að fá 2-4 fugla eftir dagsgöngu. Veiðimenn sem gengu til fjalla á vesturlandi og suðurlandi hafa flestir haft orð á því að mikið hafi verið um tófuspor en lítið sést til rjúpna. Þær sem sáust voru skotnar en einhverjar sloppið eins og alltaf. Á Skagaheiði var lítil sem engin veiði hjá þeim veiðimönnum sem við höfum heyrt frá og en sem helst gerði veiðimönnum erfitt fyrir var mikill snjór en svona mikið snjómagn hefur ekki sést í opnun á þessum slóðum í líklega áratug eða meira. Til að bæta gráu ofan á svart var snjórinn blautur en það virðist rjúpan þola illa og fer þá ofar í þurrann snjó eða í kletta þar sem hún getur setið á þurru. Fréttir af veiðislóðum í morgun eru heldur litlar aðrar en að mikið af veiðimönnum séu t.d. í Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, við Laugavatn, Fagradal og við Hítarvatn en fáir hvellir sem gefa einhverja veiði til kynna. Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði
Rjúpnaveiðar hófust á föstudaginn og það viðraði heilt yfir ágætlega í flestum landshlutum og mikið fjölmenni var á vinsælum veiðistöðum. Fyrstu fréttir af veiðum eru heldur litlar þrátt fyrir að fjölmenni hafi gengið til rjúpna en margir komu fugllausir til byggða á fyrsta degi. Þeir sem mest fengu voru að fá 10-15 fugla yfir daginn og komnir með í jólamatinn og vel það en annars voru margir að fá 2-4 fugla eftir dagsgöngu. Veiðimenn sem gengu til fjalla á vesturlandi og suðurlandi hafa flestir haft orð á því að mikið hafi verið um tófuspor en lítið sést til rjúpna. Þær sem sáust voru skotnar en einhverjar sloppið eins og alltaf. Á Skagaheiði var lítil sem engin veiði hjá þeim veiðimönnum sem við höfum heyrt frá og en sem helst gerði veiðimönnum erfitt fyrir var mikill snjór en svona mikið snjómagn hefur ekki sést í opnun á þessum slóðum í líklega áratug eða meira. Til að bæta gráu ofan á svart var snjórinn blautur en það virðist rjúpan þola illa og fer þá ofar í þurrann snjó eða í kletta þar sem hún getur setið á þurru. Fréttir af veiðislóðum í morgun eru heldur litlar aðrar en að mikið af veiðimönnum séu t.d. í Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, við Laugavatn, Fagradal og við Hítarvatn en fáir hvellir sem gefa einhverja veiði til kynna.
Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði