Veiðitölur úr Veiðivötnum 2010, það styttist í opnun Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2011 14:45 Þeir geta verið tröllvaxnir í veiðivötnum Veiðisumarið 2010 var besta árið frá upphafi skráningar og slær út gamla metið frá síðasta ári. Alls veiddust 37369 fiskar. Þar af fengust 29713 fiskar á stöng (80%) og 7660 fiskar komu í net (20%). Alls veiddust 28837 fiskar á stangveiðitímanum 18. júní til 18. ágúst og 876 fiskar veiddust á stöng á netatímanum (20. ágúst - 20. september). Stangveiðin er heldur minni en á siðasta ári, sem nemur 508 fiskum. Á síðasta ári fengust 30221 fiskur á stöngina. Meðalþyngd fiska var umtalsvert hærri nú en í fyrra, 1.70 pd nú en 1.63 pd í fyrra. Stærsti fiskur sumarsins var dreginn úr Hraunvötnum og var 14.6 punda urriði. Stórir fiskar um og yfir 10 pund veiddust líka í Grænavatni, Ónefndavatni og í Litlasjó. Langmest veiddist í stangveiðinni í Litlasjó en þar komu 11204 urriðar á land sem er aukning frá fyrri árum. Meðalþyngdin þar var einnig mjög góð eða 2,50 pd. Vel veiddist einnig í Langavatni og Nýjavatni en þar var uppistaðan í aflanum smábleikja. Hraunvötn, Grænavatn, Snjóölduvatn og Stóra Fossvatn gáfu mjög góða veiði, en þar er veiðin urriði, nema í Snjóölduvatni þar sem einnig er bleikja. Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði
Veiðisumarið 2010 var besta árið frá upphafi skráningar og slær út gamla metið frá síðasta ári. Alls veiddust 37369 fiskar. Þar af fengust 29713 fiskar á stöng (80%) og 7660 fiskar komu í net (20%). Alls veiddust 28837 fiskar á stangveiðitímanum 18. júní til 18. ágúst og 876 fiskar veiddust á stöng á netatímanum (20. ágúst - 20. september). Stangveiðin er heldur minni en á siðasta ári, sem nemur 508 fiskum. Á síðasta ári fengust 30221 fiskur á stöngina. Meðalþyngd fiska var umtalsvert hærri nú en í fyrra, 1.70 pd nú en 1.63 pd í fyrra. Stærsti fiskur sumarsins var dreginn úr Hraunvötnum og var 14.6 punda urriði. Stórir fiskar um og yfir 10 pund veiddust líka í Grænavatni, Ónefndavatni og í Litlasjó. Langmest veiddist í stangveiðinni í Litlasjó en þar komu 11204 urriðar á land sem er aukning frá fyrri árum. Meðalþyngdin þar var einnig mjög góð eða 2,50 pd. Vel veiddist einnig í Langavatni og Nýjavatni en þar var uppistaðan í aflanum smábleikja. Hraunvötn, Grænavatn, Snjóölduvatn og Stóra Fossvatn gáfu mjög góða veiði, en þar er veiðin urriði, nema í Snjóölduvatni þar sem einnig er bleikja.
Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði