Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2020 08:22 Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með vænan lax úr Þjórsá. Mynd: Iceland Outfitters Þjórsá hefur síðustu tvö eða þrjú ár komið inn sem eitt aflahæsta veiðisvæði landsins per stöng og vinsældir svæðisins eru sífellt að aukast. Þetta eru nokkur svæði en Urriðafoss líklega það svæði sem veiðimenn þekkja best eða hafa í það minnsta heyrt mest um. Það er heldur ekkert skrítið því svæðið hefur verið eitt það aflahæsta per stöng undanfarin þrjú ár. Það eru þó fleiri svæði sem eru ansi veiðileg og má þar nefna svæðin ofan við Urriðafoss. Iceland Outfitters eru með svæðið á leigu og til að sem flestir eigi ánægjulega stund við bakkann ætlar Stefán Sigurðsson að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Stund: 24. maí kl. 12:00 Staður: Bílastæði við Urriðafoss kl. 12:00 Kynning á: Urriðafossi, Urriðafoss B og Þjórsártúni. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Þið getið haft samband við Stefán og Hörpu hjá Iceland Outfitters til að skrá ykkur. Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Laxveiðin hafin í Skotlandi Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði
Þjórsá hefur síðustu tvö eða þrjú ár komið inn sem eitt aflahæsta veiðisvæði landsins per stöng og vinsældir svæðisins eru sífellt að aukast. Þetta eru nokkur svæði en Urriðafoss líklega það svæði sem veiðimenn þekkja best eða hafa í það minnsta heyrt mest um. Það er heldur ekkert skrítið því svæðið hefur verið eitt það aflahæsta per stöng undanfarin þrjú ár. Það eru þó fleiri svæði sem eru ansi veiðileg og má þar nefna svæðin ofan við Urriðafoss. Iceland Outfitters eru með svæðið á leigu og til að sem flestir eigi ánægjulega stund við bakkann ætlar Stefán Sigurðsson að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Stund: 24. maí kl. 12:00 Staður: Bílastæði við Urriðafoss kl. 12:00 Kynning á: Urriðafossi, Urriðafoss B og Þjórsártúni. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Þið getið haft samband við Stefán og Hörpu hjá Iceland Outfitters til að skrá ykkur.
Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Laxveiðin hafin í Skotlandi Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði