Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2015 14:34 Flottur sjóbirtingur og ánægður veiðimaður í Vatnamótunum Vatnamótin eru síbreytilegt veiðisvæði þar sem veiðivon er góð, fiskurinn stór og þarna getur þolinmæðin launað veiðimönnum með mögnuðum augnablikum.Þarna veiðist aðallega sjóbirtingur og veiðst hafa fiskar yfir 20 pund, einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta, sem er fimm stanga svæði, er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km. Svæði. Bakkarnir eru mestu grónir en gróður er viðkvæmur akið því ekki utan slóða. Þótt Vatnamót séu þekktust fyrir sjóbirtingsveiði, veiðast þar bæði lax og bleikja.Þeir sem þekkja svæðið benda á að þar sem botninn og sandurinn er á stöðugri hreyfingu þarf og má fara nokkuð hratt yfir þegar það er verið að leita að fiski. Fljótlegasta yfirferðin sé að nota flotlínu með löngum sökkenda og stuttum taum, kasta einu sinni og láta það kast reka. Færa sig síðan strax um 2-3 metra og halda áfram. Flugurnar sem gefa þarna eru margar svo það hefur ekki verið talað um einhverja eina sem er betri en sú næsta en litríkar flugur eins og þekkist vel í sjóbirtingsveiði eru þó alltaf vinsælastar. Þeir sem vilja kynnast svæðinu má benda á laus leyfi inná www.veida.is Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði
Vatnamótin eru síbreytilegt veiðisvæði þar sem veiðivon er góð, fiskurinn stór og þarna getur þolinmæðin launað veiðimönnum með mögnuðum augnablikum.Þarna veiðist aðallega sjóbirtingur og veiðst hafa fiskar yfir 20 pund, einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta, sem er fimm stanga svæði, er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km. Svæði. Bakkarnir eru mestu grónir en gróður er viðkvæmur akið því ekki utan slóða. Þótt Vatnamót séu þekktust fyrir sjóbirtingsveiði, veiðast þar bæði lax og bleikja.Þeir sem þekkja svæðið benda á að þar sem botninn og sandurinn er á stöðugri hreyfingu þarf og má fara nokkuð hratt yfir þegar það er verið að leita að fiski. Fljótlegasta yfirferðin sé að nota flotlínu með löngum sökkenda og stuttum taum, kasta einu sinni og láta það kast reka. Færa sig síðan strax um 2-3 metra og halda áfram. Flugurnar sem gefa þarna eru margar svo það hefur ekki verið talað um einhverja eina sem er betri en sú næsta en litríkar flugur eins og þekkist vel í sjóbirtingsveiði eru þó alltaf vinsælastar. Þeir sem vilja kynnast svæðinu má benda á laus leyfi inná www.veida.is
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði