Félag ungra í skot og stangveiði Karl Lúðvíksson skrifar 24. febrúar 2020 15:01 FUSS, félag ungra í skot- og stangveiði var nýlega stofnað. Tilgangur félagsins er að koma saman ungu fólki sem hefur áhuga á skot- og stangveiði. Félagið er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Öflugt félagsstarf verður allt árið um kring. Stofnendur félagsins eru Þorsteinn Stefánsson, Helga Kristín Tryggvadóttir, Jón Hugo Bender og Gissur Karl Vilhjálmsson. Markmið félagsins er að fræða og vekja vitund ungs fólks á umhverfi veiðinnar. Dæmi um viðburði sem haldnir verða eru kastnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, skotæfingar, hátíðir og veiðiferðir. Opnunarviðburður félagsins verður haldinn á Sólon fimmtudaginn 27. febrúar og byrjar klukkan 20:00. Við viljum endilega hvetja allt ungt áhugafólk um veiði til að mæta á opnunumarviðburðinn og kynna sér félagið. Heimasíða félagsins opnar sama kvöld en hægt er að fylgjast með á www.fuss.is Stangveiði Mest lesið Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði
FUSS, félag ungra í skot- og stangveiði var nýlega stofnað. Tilgangur félagsins er að koma saman ungu fólki sem hefur áhuga á skot- og stangveiði. Félagið er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Öflugt félagsstarf verður allt árið um kring. Stofnendur félagsins eru Þorsteinn Stefánsson, Helga Kristín Tryggvadóttir, Jón Hugo Bender og Gissur Karl Vilhjálmsson. Markmið félagsins er að fræða og vekja vitund ungs fólks á umhverfi veiðinnar. Dæmi um viðburði sem haldnir verða eru kastnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, skotæfingar, hátíðir og veiðiferðir. Opnunarviðburður félagsins verður haldinn á Sólon fimmtudaginn 27. febrúar og byrjar klukkan 20:00. Við viljum endilega hvetja allt ungt áhugafólk um veiði til að mæta á opnunumarviðburðinn og kynna sér félagið. Heimasíða félagsins opnar sama kvöld en hægt er að fylgjast með á www.fuss.is
Stangveiði Mest lesið Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði