Lax-Á með veiðistaðakynningu í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2020 10:26 Það eru fáir sem þekkja Stóru Laxá jafn vel og Árni Baldursson. Mynd: Lax-Á Stóra Laxá er mögnuð á að veiða og það eru margir sem setja hana alltaf efsta á listann yfir uppáhalds ánna sína og það er ekki að ástæðulausu. Það getur aftur á móti tekið tíma eins og með allar ár að læra vel á hana og það er því frábært þegar leigutakarnir leggja sig fram við að kynna veiðisvæðin fyrir þeim sem vilja læra betur á þau. Lax-Á hefur nýlega verið með frábæra kynningu á Ásgarðinum í Soginu og nú er komið að Stóru Laxá. Hér er tilkynning frá Lax-Á og það er um að gera fyrir þá sem vilja læra betur á leyndardóma Stóru Laxár að mæta á þetta."Næstu helgar mun fara fram veiðistaðakynning á öllum svæðum Stóru Laxár þar sem farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast ánni á staðnum og læra á hana, að kostnaðarlausu. Árni Baldursson mun halda kynninguna ásamt reyndum leiðsögumönnum sem þekkja svæðið í þaula. 20 manns komast að á hverja kynningu og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.isKynningin verður á eftirfarandi svæðum: Sunnudaginn 17. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 1&2 Sunnudaginn 24. maí 2020, kl 13.00 á Stóru Laxá svæði 3 Sunnudaginn 31. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 4 Mæting er kl. 13.00 í Árnesi á bensínstöðina/veitingastaðinn og haldið verður þaðan í samfloti á viðeigandi svæði. Kynningin er sem fyrr segir að kostnaðarlausu og býðst þáttakendum einnig 25% afsláttur af lax- og silungsveiðileyfum fyrir komandi sumar sem bókuð eru á kynningardeginum. Vonum að þetta komi sem flestum að góðum notum og gefi tækifæri á að kynnast þessu einstaka veiðisvæði betur og minnum á að skrá sig á arnibald@lax-a.is eða í skilaboðum Arni Baldursson" Stangveiði Mest lesið Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði
Stóra Laxá er mögnuð á að veiða og það eru margir sem setja hana alltaf efsta á listann yfir uppáhalds ánna sína og það er ekki að ástæðulausu. Það getur aftur á móti tekið tíma eins og með allar ár að læra vel á hana og það er því frábært þegar leigutakarnir leggja sig fram við að kynna veiðisvæðin fyrir þeim sem vilja læra betur á þau. Lax-Á hefur nýlega verið með frábæra kynningu á Ásgarðinum í Soginu og nú er komið að Stóru Laxá. Hér er tilkynning frá Lax-Á og það er um að gera fyrir þá sem vilja læra betur á leyndardóma Stóru Laxár að mæta á þetta."Næstu helgar mun fara fram veiðistaðakynning á öllum svæðum Stóru Laxár þar sem farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast ánni á staðnum og læra á hana, að kostnaðarlausu. Árni Baldursson mun halda kynninguna ásamt reyndum leiðsögumönnum sem þekkja svæðið í þaula. 20 manns komast að á hverja kynningu og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.isKynningin verður á eftirfarandi svæðum: Sunnudaginn 17. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 1&2 Sunnudaginn 24. maí 2020, kl 13.00 á Stóru Laxá svæði 3 Sunnudaginn 31. maí 2020, kl. 13.00 á Stóru Laxá svæði 4 Mæting er kl. 13.00 í Árnesi á bensínstöðina/veitingastaðinn og haldið verður þaðan í samfloti á viðeigandi svæði. Kynningin er sem fyrr segir að kostnaðarlausu og býðst þáttakendum einnig 25% afsláttur af lax- og silungsveiðileyfum fyrir komandi sumar sem bókuð eru á kynningardeginum. Vonum að þetta komi sem flestum að góðum notum og gefi tækifæri á að kynnast þessu einstaka veiðisvæði betur og minnum á að skrá sig á arnibald@lax-a.is eða í skilaboðum Arni Baldursson"
Stangveiði Mest lesið Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði