Innlent

Jarðskjálftahrina á Öskjusvæðinu

Jarðskjálftahrina varð á Öskjusvæðinu í nótt. Fyrst urðu nokkrir skjálftar upp á rúmlega tvo á Richter og rétt fyrir klukkan fjögur varð einn yfir þrjá á Richter, og síðan nokkrir vægari.

Skjálftarnir áttu upptök við Lokatind og virðist heldur vera að draga úr virkninni aftur. Snarpir skjálftar á þessu svæði koma jarðvísindamönnum ekki á óvart.

Nokkrir snarpir skjálftar hafa líka mælst á þekktu svæði norð-norðaustur af Kolbeinsey í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×