Handbolti

Þórey Rósa: Nú er bara komið að því að spila góðar 60 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir fær hér meðferð frá Elínu Harðardóttur sjúkraþjálfara íslenska liðsins.
Þórey Rósa Stefánsdóttir fær hér meðferð frá Elínu Harðardóttur sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Mynd/Stefán
Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur skoraði tvö af þremur hraðaupphlaupsmörkum Íslands á Evrópumótinu samkvæmt tölfræði mótshaldara í Serbíu en íslenska liðið þarf að fá fleiri auðveld mörk ætli stelpurnar að vinna Rússa í kvöld og komast í milliriðilinn.

„Það hefur bara gengið vel að safna kröftum. Við fengum góðan frídag í dag og nýttum hann vel. Sumar fóru niður í bæ en aðrar höfðu það gott og horfðu á þætti upp í rúmi. Svo fórum við og fengum okkur pizzu sem var rosalega góð. Við höfum bara reynt að safna kröftum fyrir morgundaginn," sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir.

„Mér lýst bara vel á þennan leik. Það vær ógeðslega flott að taka Rússana og skilja þær bara eftir í þessum riðli. við ætlum að komast þessa margumtöluðu íslensku fjallabaksleið," sagði Þórey.

„Við eigum harma að hefna síðan á HM í Brasilíu. Við spiluðum góðar 40 mínútur þar og nú er bara komið að því að spila góðar 60 mínútur. Ef það tekst þá tel ég að við eigum fulla möguleika í þær," sagði Þórey en af hverju hafa hraðaupphlaupsmörkin ekki verið að skila sér í mótinu til þessa.

„Sumar sendingarnar hafa ekki alveg ratað á rétta staði, við höfum ekki verið alveg nógu fljótar að rekja boltann og við getum kannski verið enn fljótari fram. Þetta kemur vonandi á morgun, mér finnst Rússarnir vera lengi til baka og við ættum að geta nýtt okkur það," sagði Þórey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×