Innlent

Fjölda lögreglumanna þurfti til að yfirbuga ökumann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkra lögreglumenn þurfti til að koma hinum grunaða af bílastæðinu við Austurberg í morgun.
Nokkra lögreglumenn þurfti til að koma hinum grunaða af bílastæðinu við Austurberg í morgun. Vísir/Vilhelm

Tveir lögregluþjónar þurftu að óska eftir aðstoð til að yfirbuga ungan karlmann við bílastæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti við Austurberg í morgun. Maðurinn ók Yaris-bifreið inn á bílaplan við skólann þar sem lögregla skipaði honum út úr bíl sínum.

Eftir nokkurn barning, þar sem maðurinn neitaði að verða við tilmælum lögreglu, var hann tekinn í jörðina. Tvær lögreglukonur héldu honum þar og skömmu síðar barst frekari aðstoð.

Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir karlmanninn grunaðan um akstur undir áhrifum. Hann hafi verið agressívur við handtökuna og því hafi verið óskað eftir frekari aðstoð. Af þeim sökum hafi viðbúnaður lögreglu virst mikill en ekki sé um grun um frekara brot en akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×