Fengu 34 urriða við Kárastaði Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2020 09:52 Flottur urriði af Kárastöðum í gær. Mynd Fish Partner Urriðaveiðin fór aðeins seinna af stað þetta vorið og er þar aðallega um kulda og ís að kenna en það er óhætt að segja að veiðin sé komin í gang. Þeir sem voru við veiðar í gær við Kárastaði lentu í sannkallaðri veiðiveislu en þar var 34 urriðum landað á einum eftirmiðdegi. Það hefur verið hægur stígandi í veiðinni á svæðum Fish Partner en núna virðist hún vera komin í gang og það með hvelli. "Það var fallegt veður í gær á þingvöllum og fanta veiði á Kárastöðum. Við byrjuðum um klukkan sex að veiðum lönduðum samtals 34 urriðum. Það var löndunarbið á Rauðkusunesinu bókstaflega. Fiskarnir voru mest í kringum 60-65 cm en þó nokkrir voru 70 -77 cm. Einnig var veiðimaður á svörtuklettum seinnipartinn í gær og hann landaði 2 bolta urriðum. Einum 87 cm. Það verður gaman að fylgjast með svörtuklettum á næstunni því nú er tími þeirra að detta inn að krafti" sagði Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner í samtali við Veiðivísi. Lausa daga á urriðasvæði Fishpartner má finna á www.fishpartner.is Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði
Urriðaveiðin fór aðeins seinna af stað þetta vorið og er þar aðallega um kulda og ís að kenna en það er óhætt að segja að veiðin sé komin í gang. Þeir sem voru við veiðar í gær við Kárastaði lentu í sannkallaðri veiðiveislu en þar var 34 urriðum landað á einum eftirmiðdegi. Það hefur verið hægur stígandi í veiðinni á svæðum Fish Partner en núna virðist hún vera komin í gang og það með hvelli. "Það var fallegt veður í gær á þingvöllum og fanta veiði á Kárastöðum. Við byrjuðum um klukkan sex að veiðum lönduðum samtals 34 urriðum. Það var löndunarbið á Rauðkusunesinu bókstaflega. Fiskarnir voru mest í kringum 60-65 cm en þó nokkrir voru 70 -77 cm. Einnig var veiðimaður á svörtuklettum seinnipartinn í gær og hann landaði 2 bolta urriðum. Einum 87 cm. Það verður gaman að fylgjast með svörtuklettum á næstunni því nú er tími þeirra að detta inn að krafti" sagði Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner í samtali við Veiðivísi. Lausa daga á urriðasvæði Fishpartner má finna á www.fishpartner.is
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði