Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 6. mars 2019 11:46 Næstkomandi föstudag er síðasta formlega Opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og að venju er þétt og skemmtileg dagskrá. Þar sem þetta er 80 ára afmælisár félagsins verður Jón Þór Ólason með yfirferð um það sem verður helst til tíðinda á árinu en eins og hefur komið fram er SVFR að blása í árshátið þann 18. maí en það hefur ekki verið haldin árshátíð í félaginu síðan 2007. Ólafur E Jóhannsson mun koma og fara yfir Laugardalsá og fara yfir helstu atriði sem kennir mönnum hvernig á að setja í laxinn þar og sýna myndir frá svæðinu. Fulltrúar frá þeim sem halda utan um fluguveiðisýninguna munu koma og hita upp og koma með sýnishorn af því sem koma skal á sýningunni sem fer fram 14. mars. Einnig verður kynning frá vatni innan Veiðikortsins- væntanlega verður farið yfir Skagaheiðina og þá helst yfir Ölvesvatn og næsta nágrenni sem er einstaklega skemmtilegt veiðisvæði. Síðan að venju verður Happahylurinn á sínum stað en í honum má finna veiðileyfi frá SVFR og Strengjum, Veiðikortið, matarinneignir frá úrvals veitingastöðum, veiðivörur frá nokkrum veiðibúðum höfuðborgarsvæðisins, Gjafakort frá 66° N, Miðar á Fluguveiðisýninguna o.fl. Þetta mun verða síðasta formlega opna hús vetrarins, en við munum verða með mikið í gangi í afmælisvikunni þ.e. 13.-18. maí. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði
Næstkomandi föstudag er síðasta formlega Opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og að venju er þétt og skemmtileg dagskrá. Þar sem þetta er 80 ára afmælisár félagsins verður Jón Þór Ólason með yfirferð um það sem verður helst til tíðinda á árinu en eins og hefur komið fram er SVFR að blása í árshátið þann 18. maí en það hefur ekki verið haldin árshátíð í félaginu síðan 2007. Ólafur E Jóhannsson mun koma og fara yfir Laugardalsá og fara yfir helstu atriði sem kennir mönnum hvernig á að setja í laxinn þar og sýna myndir frá svæðinu. Fulltrúar frá þeim sem halda utan um fluguveiðisýninguna munu koma og hita upp og koma með sýnishorn af því sem koma skal á sýningunni sem fer fram 14. mars. Einnig verður kynning frá vatni innan Veiðikortsins- væntanlega verður farið yfir Skagaheiðina og þá helst yfir Ölvesvatn og næsta nágrenni sem er einstaklega skemmtilegt veiðisvæði. Síðan að venju verður Happahylurinn á sínum stað en í honum má finna veiðileyfi frá SVFR og Strengjum, Veiðikortið, matarinneignir frá úrvals veitingastöðum, veiðivörur frá nokkrum veiðibúðum höfuðborgarsvæðisins, Gjafakort frá 66° N, Miðar á Fluguveiðisýninguna o.fl. Þetta mun verða síðasta formlega opna hús vetrarins, en við munum verða með mikið í gangi í afmælisvikunni þ.e. 13.-18. maí.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði