Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2019 13:26 Sjóbirtingurinn er mættur við Ölfusárósa. Mynd úr safni Ölfusárós er oft gjöfull og skemmtilegur veiðistaður og sérstaklega þegar líður á sumarið en þá mætir sjóbirtingurinn á svæðið. Við fengum skeyti frá nokkrum félögum sem kíktu við eftir laxlausann veiðitúr á suðurlandi og þetta stutta stopp sem þeir gerðu rétt við Óseyrarbrúnna bjargaði annars fisklausri helgi. Þeir voru mættir á réttum tíma eða um það bil tvo tíma fyrir háflóð og strax í fyrstu köstunum voru þeir farnir að setja í fiska. Á þessum þremur tímum sem þeir stoppuðu til veiða settu þeir í alla vega 20 fiska og lönduðu 8 sem var sleppt aftur út í fyrir utan einn vænan 5 punda birting sem verður settur á grillið. Þetta er auðvelt og oft gjöfult veiðisvæði sem þarf að vísu stundum smá heppni til að veiða enda er mismikið af sjóbirting sem kemur inn á flóðinu. Það er best að veiða í sem mestu rökkri og fjaran ofan við brúnna á báðum bökkum getur verið nokkuð gjöful. Það þarf ekkert að vaða út í enda er sjóbirtingurinn oft ansi stutt frá landi. Bestu flugurnar eru til dæmis stór Sunray eða Bizmo, bara eitthvað nógu bjart og litríkt. Þarna getur oft verið gott að nota hægsökkvandi línu eða sökkenda því hann tekur oft best þegar flugan næstum því sleikir botninn. Ekki hafa áhyggjur af festu því þetta er sandbotn. Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði
Ölfusárós er oft gjöfull og skemmtilegur veiðistaður og sérstaklega þegar líður á sumarið en þá mætir sjóbirtingurinn á svæðið. Við fengum skeyti frá nokkrum félögum sem kíktu við eftir laxlausann veiðitúr á suðurlandi og þetta stutta stopp sem þeir gerðu rétt við Óseyrarbrúnna bjargaði annars fisklausri helgi. Þeir voru mættir á réttum tíma eða um það bil tvo tíma fyrir háflóð og strax í fyrstu köstunum voru þeir farnir að setja í fiska. Á þessum þremur tímum sem þeir stoppuðu til veiða settu þeir í alla vega 20 fiska og lönduðu 8 sem var sleppt aftur út í fyrir utan einn vænan 5 punda birting sem verður settur á grillið. Þetta er auðvelt og oft gjöfult veiðisvæði sem þarf að vísu stundum smá heppni til að veiða enda er mismikið af sjóbirting sem kemur inn á flóðinu. Það er best að veiða í sem mestu rökkri og fjaran ofan við brúnna á báðum bökkum getur verið nokkuð gjöful. Það þarf ekkert að vaða út í enda er sjóbirtingurinn oft ansi stutt frá landi. Bestu flugurnar eru til dæmis stór Sunray eða Bizmo, bara eitthvað nógu bjart og litríkt. Þarna getur oft verið gott að nota hægsökkvandi línu eða sökkenda því hann tekur oft best þegar flugan næstum því sleikir botninn. Ekki hafa áhyggjur af festu því þetta er sandbotn.
Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði