Selá í Álftafirði opnar eftir friðun Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2019 08:24 Stórlax úr Selá í Álftafirði Mynd: Selá í Álftafirði FB Selá í Álftafirði er lítil og skemmtileg á en hún var komin í ansi bágt ástand fyrir nokkrum árum og var því friðuð í kjölfarið. Friðunartímabilið stóð frá 2014 til 2017 en mikið hefur verið unnið í ánni síðan til að auka laxgengd og til þess notaðar þekktar aðferðir. "Við tókum við ánni fyrir 6 árum síðan, síðan þá höfum við unnið að rækt við laxastofnin í ánni og gert það með reglulegum seiðamælingum og hrognagröfti" segir Sigurþór Einarsson í samtali við Veiðivísi. "Áinn var friðuð frá árinu 2014 - 2017 en aðeins leyfðar tilraunaveiðar sem samanstóðu af kannski 2-3 ferðum í ánna hvert sumar þessi ár, en svo 2017 og 2018 seldum við nokkur tilrauna holl í ána og veiddist bara vel þessi ár í ánni og erum við mjög bjartsýnir með 2019 því fyrstu alvöru göngur úr hrogna greftrinum ættu að skila sér þetta árið". Áinn er fullkomin tveggja stanga fluguveiðiá með frekar gott aðgengi að veiðistöðum og yfir 20 merktir veiðistaðir eru á þessu rúmlega 9 km löngu veiðisvæði. Gisting fyrir veiðimenn er eitt af uppgerðu húsi á Starmýri þar sem farið er uppá efra svæðið í ánni, þar er fín aðstaða með gistipláss fyrir allt að 8-10 manns. Allar upplýsingar er að finna á Facebooksíðu Selár í Álftafirði. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði
Selá í Álftafirði er lítil og skemmtileg á en hún var komin í ansi bágt ástand fyrir nokkrum árum og var því friðuð í kjölfarið. Friðunartímabilið stóð frá 2014 til 2017 en mikið hefur verið unnið í ánni síðan til að auka laxgengd og til þess notaðar þekktar aðferðir. "Við tókum við ánni fyrir 6 árum síðan, síðan þá höfum við unnið að rækt við laxastofnin í ánni og gert það með reglulegum seiðamælingum og hrognagröfti" segir Sigurþór Einarsson í samtali við Veiðivísi. "Áinn var friðuð frá árinu 2014 - 2017 en aðeins leyfðar tilraunaveiðar sem samanstóðu af kannski 2-3 ferðum í ánna hvert sumar þessi ár, en svo 2017 og 2018 seldum við nokkur tilrauna holl í ána og veiddist bara vel þessi ár í ánni og erum við mjög bjartsýnir með 2019 því fyrstu alvöru göngur úr hrogna greftrinum ættu að skila sér þetta árið". Áinn er fullkomin tveggja stanga fluguveiðiá með frekar gott aðgengi að veiðistöðum og yfir 20 merktir veiðistaðir eru á þessu rúmlega 9 km löngu veiðisvæði. Gisting fyrir veiðimenn er eitt af uppgerðu húsi á Starmýri þar sem farið er uppá efra svæðið í ánni, þar er fín aðstaða með gistipláss fyrir allt að 8-10 manns. Allar upplýsingar er að finna á Facebooksíðu Selár í Álftafirði.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði