30 laxa holl í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2019 08:31 Það eru stórlaxar í Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB Sumar ár eru einfaldlega þess eðlis að þær eiga sinn besta tíma síðsumars og á haustinn og Stóra Laxá er ein af þeim. Í gegnum árin hefur svo til alltaf komið tímabil þar sem það veiðist mikið í ánni og það er þegar fyrstu góðu haustrigningarnar mæta á svæðið og vatnið í ánni hækkar vel. Stóra Laxá var eins og margar ár þjökuð af vatnsleysi í sumar en núna þegar það er komið gott vatn í ánna hefur heldur betur verið kippur í veiðinni. Holl sem lauk veiðum í gær á svæði eitt og tvö var til að mynda með 30 laxa og eftir því sem við komumst næst er heildarveiðin í september að nálgast 200 laxa sem sýnir vel hversu mikið áinn átti inni. Veiði er ekki lokið í Stóru Laxá svo það er meira en líklegt að þessar tölur eigi eftir að hækka enn frekar og framundan er frábær tími í ánni þegar stóru hængarnir fara að taka flugurnar hjá veiðimönnum og eins og þeir sem hafa veitt í stóru getur meðalþyngdin verið ansi góð svo það hlýtur að vera mikil spenna hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Sumar ár eru einfaldlega þess eðlis að þær eiga sinn besta tíma síðsumars og á haustinn og Stóra Laxá er ein af þeim. Í gegnum árin hefur svo til alltaf komið tímabil þar sem það veiðist mikið í ánni og það er þegar fyrstu góðu haustrigningarnar mæta á svæðið og vatnið í ánni hækkar vel. Stóra Laxá var eins og margar ár þjökuð af vatnsleysi í sumar en núna þegar það er komið gott vatn í ánna hefur heldur betur verið kippur í veiðinni. Holl sem lauk veiðum í gær á svæði eitt og tvö var til að mynda með 30 laxa og eftir því sem við komumst næst er heildarveiðin í september að nálgast 200 laxa sem sýnir vel hversu mikið áinn átti inni. Veiði er ekki lokið í Stóru Laxá svo það er meira en líklegt að þessar tölur eigi eftir að hækka enn frekar og framundan er frábær tími í ánni þegar stóru hængarnir fara að taka flugurnar hjá veiðimönnum og eins og þeir sem hafa veitt í stóru getur meðalþyngdin verið ansi góð svo það hlýtur að vera mikil spenna hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði