Spennandi haustveiði í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2019 11:00 Það eru stórar bleikjur í Soginu og stórir laxar eins og veiðimenn þekkja. Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda eru margir veiðimenn sem fóru frekar flatt á sumrinu í vatnsleysinu og nokkrir sem kannski hafa ekki ennþá sett í lax. Það er bara alls ekki of seint að breyta því og við ætum næstu daga að skoða hvað er í boði fyrir veiðimenn hjá hinum og þessum veiðileyfasölum. Málið er nefnilega að eftir sumar eins og þetta er hægt að detta í lukkupottinn í september. Ef þú ert ekki viss um þá fullyrðingu spurðu þá sem hafa verið að fara í Stóru Laxá, Langá, Dalina og Kjarrá. Haustrigningarnar hafa heldur betur hrisst upp í hlutunum og lyft veiðitölum í það sem er eðlileg vikuveiði á þessum árstíma. Það má kannski nefna fyrir þá sem eru að leita að stórum laxi að september hefur oftar en ekki verið góður tími í Soginu og síðustu daga höfum við frétt af veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu og séð þessa bolta lyfta sér. Veiðisvæðin sem eru gjöfulust í Soginu eru Bíldsfell, Ásgarður og Syðri Brú en haustveiðin hefur yfirleitt verið best á Bíldsfellinu án þess að hin svæðin séu eitthvað léleg, ekki skilja það þannig. Það má oftar en ekki gera fína veiði t.d. í Sakkarhólma, Útfalli, Breiðunni (sérstaklega Neðri Garð), Melhorni og Neðra Horni þegar drekarnir fara á stjá. Það þarf ekki að nota neinar túpur því hann tekur litlu flugurnar líka vel bara á flotlínu. Svo má ekki gleyma að skella púpum undir og sjá hvort bleikjan sé í tökustuði. Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Aldrei meira af laxi sleppt aftur í árnar Veiði
Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda eru margir veiðimenn sem fóru frekar flatt á sumrinu í vatnsleysinu og nokkrir sem kannski hafa ekki ennþá sett í lax. Það er bara alls ekki of seint að breyta því og við ætum næstu daga að skoða hvað er í boði fyrir veiðimenn hjá hinum og þessum veiðileyfasölum. Málið er nefnilega að eftir sumar eins og þetta er hægt að detta í lukkupottinn í september. Ef þú ert ekki viss um þá fullyrðingu spurðu þá sem hafa verið að fara í Stóru Laxá, Langá, Dalina og Kjarrá. Haustrigningarnar hafa heldur betur hrisst upp í hlutunum og lyft veiðitölum í það sem er eðlileg vikuveiði á þessum árstíma. Það má kannski nefna fyrir þá sem eru að leita að stórum laxi að september hefur oftar en ekki verið góður tími í Soginu og síðustu daga höfum við frétt af veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu og séð þessa bolta lyfta sér. Veiðisvæðin sem eru gjöfulust í Soginu eru Bíldsfell, Ásgarður og Syðri Brú en haustveiðin hefur yfirleitt verið best á Bíldsfellinu án þess að hin svæðin séu eitthvað léleg, ekki skilja það þannig. Það má oftar en ekki gera fína veiði t.d. í Sakkarhólma, Útfalli, Breiðunni (sérstaklega Neðri Garð), Melhorni og Neðra Horni þegar drekarnir fara á stjá. Það þarf ekki að nota neinar túpur því hann tekur litlu flugurnar líka vel bara á flotlínu. Svo má ekki gleyma að skella púpum undir og sjá hvort bleikjan sé í tökustuði.
Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Aldrei meira af laxi sleppt aftur í árnar Veiði