Hróður Frigga fer víða Karl Lúðvíksson skrifar 30. janúar 2019 10:46 Vængurinn á Frigga hefur vakið athygli. Mynd: Friggi Salmon fly FB Greinin um vænghönnunina á Frigga í Trout and Salmon Fluguna Frigga þekkja örugglega flestir veiðimenn enda hefur hún stundum sýnt að sá sem kann að nota hana rétt setur oftar en ekki í þann stóra. Í desember tölublaði Trout and Salmon en skemmtileg grein um Frigga og þá sérstaklega um vænglögunina sem mörgum finnst skipta sköpum í því hvað flugan getur verið veiðin. Malcolm Anderson skrifar skemmtilega grein um það hvernig vinsælar breskar flugur hafi verið prófaðar með vænglagi Frigga en það er einmitt þetta "V" vængjalag sem hann er hrifin af. Á tvíkrækju er til að mynda vængirnir á hlið og mynda þar með sama "V"-ið eins og túpan gerir í ánni. Þetta gefur meira líf í fluguna og það er nákvæmlega það sem getur skipt sköpum um hvort laxinn taki fluguna eða ekki. Malcolm nefnir að sama skapi að það geti verið mun betra að nota Frigga fluguna á opnum hnút "loop knot" heldur en á föstum hnút þar sem opni hnúturinn læsir flugunni ekki heldur heldur henni lifandi í vatninu sem aftur gerir hana að hans mati mun veiðnari. Þetta með hnútinn á að vísu líka við um aðrar laxaflugur og þá má sérstaklega benda silungsveiðimönnum á að læra þennan hnút því púpurnar verða mun líflegri í vatni þegar þessari aðferð er beitt. Mest lesið Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði
Greinin um vænghönnunina á Frigga í Trout and Salmon Fluguna Frigga þekkja örugglega flestir veiðimenn enda hefur hún stundum sýnt að sá sem kann að nota hana rétt setur oftar en ekki í þann stóra. Í desember tölublaði Trout and Salmon en skemmtileg grein um Frigga og þá sérstaklega um vænglögunina sem mörgum finnst skipta sköpum í því hvað flugan getur verið veiðin. Malcolm Anderson skrifar skemmtilega grein um það hvernig vinsælar breskar flugur hafi verið prófaðar með vænglagi Frigga en það er einmitt þetta "V" vængjalag sem hann er hrifin af. Á tvíkrækju er til að mynda vængirnir á hlið og mynda þar með sama "V"-ið eins og túpan gerir í ánni. Þetta gefur meira líf í fluguna og það er nákvæmlega það sem getur skipt sköpum um hvort laxinn taki fluguna eða ekki. Malcolm nefnir að sama skapi að það geti verið mun betra að nota Frigga fluguna á opnum hnút "loop knot" heldur en á föstum hnút þar sem opni hnúturinn læsir flugunni ekki heldur heldur henni lifandi í vatninu sem aftur gerir hana að hans mati mun veiðnari. Þetta með hnútinn á að vísu líka við um aðrar laxaflugur og þá má sérstaklega benda silungsveiðimönnum á að læra þennan hnút því púpurnar verða mun líflegri í vatni þegar þessari aðferð er beitt.
Mest lesið Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði