Eystri Rangá ennþá á toppnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2019 09:00 Eystri Rangá er aflahæst það sem af er sumri Mynd: Lax-Á FB Nýjar tölur um laxveiði sumarsins á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga sýna að það er stór munur á veiði milli landshluta. Árnar á norðausturlandi virðast ætla að eita gott sumar, í það minnsta flestar af þeim og það ber hæst góð veiði í Selá sem er komin í 606 laxa en vikuveiðin í henni var 232 laxar. Blanda átti líka ágæta viku með 154 laxa og Miðfjarðará átti líka kipp með 155 laxa. Jökla náði 100 löxum í vikunni en á því svæði nánar tiltekið í Fögruhlíðarós hafa veiðimenn verið að fá nokkuð af hnúðlaxi. Eystri Rangá er ennþá aflahæst en það hafa komið nokkrir dagar þar sem áin hefur litast og það auðvitað dregur úr veiði en það eru góðar göngur og framhaldið virðist í það minnsta ennþá líta nokkuð vel út. Ytri Rangá er að komast á ról en það hafa veiðst 166 laxar í henni á liðinni viku og er farið að sjást meira af smálaxi í ánni. Árnar á vesturlandi eru bara ekki að eiga gott sumar, það verður bara að segjast eins og er. Bæði er um að ræða vatnsleysi, nema í Grímsá, og litlar göngur í árnar með undantekningum þó en langt undir því sem má kalla eðlilegt. Listinn í heild sinni er hér. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Nýjar tölur um laxveiði sumarsins á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga sýna að það er stór munur á veiði milli landshluta. Árnar á norðausturlandi virðast ætla að eita gott sumar, í það minnsta flestar af þeim og það ber hæst góð veiði í Selá sem er komin í 606 laxa en vikuveiðin í henni var 232 laxar. Blanda átti líka ágæta viku með 154 laxa og Miðfjarðará átti líka kipp með 155 laxa. Jökla náði 100 löxum í vikunni en á því svæði nánar tiltekið í Fögruhlíðarós hafa veiðimenn verið að fá nokkuð af hnúðlaxi. Eystri Rangá er ennþá aflahæst en það hafa komið nokkrir dagar þar sem áin hefur litast og það auðvitað dregur úr veiði en það eru góðar göngur og framhaldið virðist í það minnsta ennþá líta nokkuð vel út. Ytri Rangá er að komast á ról en það hafa veiðst 166 laxar í henni á liðinni viku og er farið að sjást meira af smálaxi í ánni. Árnar á vesturlandi eru bara ekki að eiga gott sumar, það verður bara að segjast eins og er. Bæði er um að ræða vatnsleysi, nema í Grímsá, og litlar göngur í árnar með undantekningum þó en langt undir því sem má kalla eðlilegt. Listinn í heild sinni er hér.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði