Laxinn að taka á Bíldsfelli Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2019 11:00 Silli með lax úr Skkarhólma í Soginu, Mynd: SVFR Það hefur eitthvað farið lítið fyrir fréttum af Soginu í sumar en það er vonandi að breytast miðað við fréttir af veiðimönnum síðustu daga. VIð höfum heyrt af nokkrum sem hafa verið þar við veiðar og það virðist vera nokkuð líf á svæðinu og þá sérstaklega í Sakkarhólma sem er án efa einn af bestu veiðistöðunum í ánni. Það getur legið lax nokkuð víða í honum en aukin heldur er þetta afbragðs bleikjuveiðistaður ef maður veiðir hann rétt. Á vef SVFR er smá frétt af Bíldsfellinu en svæðið er einmitt innan handa SVFR."Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins hann er gjarnan kallaður, er við veiðar í Bíldsfelli í Soginu. Hér má sjá mynd af honum með lax sem hann fékk í morgun. Silli heldur úti “Snapchatti” sem skoða má nánar með því að fylgjast með honum þar en hann heitir sillikokkur á Snapchat.Það er búið að vera mikið líf en í gær fékk hann 3 laxa og missti aðra þrjá auk þess að fá væna bleikju. Nú í morgun er hann strax búinn að fá lax og gengur vel á þessu glæsilega veiðisvæði. Í Soginu er nóg vatn og á Bíldsfellsvæðinu, sem er 3 stanga svæði, er frábær hús þar sem veiðimenn eru í sjálfsmennsku. Það er mikið af laxi á svæðinu og í gær var Silli að veiða lúsuga laxa, sem segir manni að það er fiskur að ganga" Besti tíminn er framundan í Soginu og eitthvað af lausum leyfum að sjá á lausu á vefnum hjá SVFR svo það er kannski ekkert of seint að ná sér í lax og berjast við vænar bleikjur. Það verður í það minnsta aldrei kvartað yfir vatnsleysi í Soginu. Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði 113 fiskar gengu upp í Gljúfurá í vikunni Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Það hefur eitthvað farið lítið fyrir fréttum af Soginu í sumar en það er vonandi að breytast miðað við fréttir af veiðimönnum síðustu daga. VIð höfum heyrt af nokkrum sem hafa verið þar við veiðar og það virðist vera nokkuð líf á svæðinu og þá sérstaklega í Sakkarhólma sem er án efa einn af bestu veiðistöðunum í ánni. Það getur legið lax nokkuð víða í honum en aukin heldur er þetta afbragðs bleikjuveiðistaður ef maður veiðir hann rétt. Á vef SVFR er smá frétt af Bíldsfellinu en svæðið er einmitt innan handa SVFR."Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins hann er gjarnan kallaður, er við veiðar í Bíldsfelli í Soginu. Hér má sjá mynd af honum með lax sem hann fékk í morgun. Silli heldur úti “Snapchatti” sem skoða má nánar með því að fylgjast með honum þar en hann heitir sillikokkur á Snapchat.Það er búið að vera mikið líf en í gær fékk hann 3 laxa og missti aðra þrjá auk þess að fá væna bleikju. Nú í morgun er hann strax búinn að fá lax og gengur vel á þessu glæsilega veiðisvæði. Í Soginu er nóg vatn og á Bíldsfellsvæðinu, sem er 3 stanga svæði, er frábær hús þar sem veiðimenn eru í sjálfsmennsku. Það er mikið af laxi á svæðinu og í gær var Silli að veiða lúsuga laxa, sem segir manni að það er fiskur að ganga" Besti tíminn er framundan í Soginu og eitthvað af lausum leyfum að sjá á lausu á vefnum hjá SVFR svo það er kannski ekkert of seint að ná sér í lax og berjast við vænar bleikjur. Það verður í það minnsta aldrei kvartað yfir vatnsleysi í Soginu.
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði 113 fiskar gengu upp í Gljúfurá í vikunni Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði