Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2019 11:00 Cezary með stórann urriða sem hann veiddi nýlega við þjóðgarðinn. Mynd: Veiðikortið Það er regin misskilningur að halda að það veiðist aðeins stór urriði í þjóðgarðinum við Þingvelli á vorin en síðsumars getur verið mikið líf á svæðinu. Það er mikið af urriða þarna á sveimi og þá sérstaklega seint á kvöldin í ljósaskiptunum en þá kemur hann oft nærri landi og er að elta murtur og smábleikju og það sést oft vel í kvöldstillunni þegar boðaföllin brjóta yfirborðið. Einn af þeim sem hefur verið að gera góða hluti þarna síðustu daga er Cezery Fijalkowski en hann er búinn að veiða um það bil 70 væna urriða í vatninu í sumar þar sem uppistaðan er rígvænn urriði. Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til. Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði
Það er regin misskilningur að halda að það veiðist aðeins stór urriði í þjóðgarðinum við Þingvelli á vorin en síðsumars getur verið mikið líf á svæðinu. Það er mikið af urriða þarna á sveimi og þá sérstaklega seint á kvöldin í ljósaskiptunum en þá kemur hann oft nærri landi og er að elta murtur og smábleikju og það sést oft vel í kvöldstillunni þegar boðaföllin brjóta yfirborðið. Einn af þeim sem hefur verið að gera góða hluti þarna síðustu daga er Cezery Fijalkowski en hann er búinn að veiða um það bil 70 væna urriða í vatninu í sumar þar sem uppistaðan er rígvænn urriði. Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til.
Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði