Nýr Friggi á tvíkrækju Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2019 08:08 Skuggalega veiðileg. Nýji Frigginn Mynd: Baldur Hermannsson Það styttist óðum í að laxveiðiárnar opni fyrir veiðimenn og þeir allra hörðustu eru þegar farnir að skoða í boxin og kaupa inn fyrir fyrstu túrana. Eitt af því skemmtilegasta sem hver veiðimaður gerir er að raða í fluguboxin og spá í hvað á að nota í sumar. Oft eiga gamlar góðar flugur sem hver og einn heldur mest uppá sitt pláss en það er líka pláss fyrir nýjar flugur og það er virkilega gaman að prófa nýja flugu svo ég tali ekki um ef maður setur svo í lax á hana. Fluguna Frigga þekkja margir en hún hefur mörgum reynst vel og gefur marga laxa á hverju sumri. Túpan þykir mönnum hins vegar oft heldur groodaraleg í litlu vatni og það er þess vegna afskaplega gaman að sjá höfund Frigga, Baldur Hermannsson, kynna nýjan Frigga til leiks. Það sem margir telja gera Frigga svona gjöfulan er vængurinn sem er tvöfaldur og liggur út til hliðana. Þetta gerir fluguna sýnilegri en ögrun hennar og hreyfing af þessum sökum í vatninu er víst það sem gerir laxana óða. Nú er Friggi kominn á tvíkrækju með þessu einstaka vænglagi og það er nokkuð víst að aðdáendur Frigga eiga eftir að nota þessa grimmt í sumar. Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Það styttist óðum í að laxveiðiárnar opni fyrir veiðimenn og þeir allra hörðustu eru þegar farnir að skoða í boxin og kaupa inn fyrir fyrstu túrana. Eitt af því skemmtilegasta sem hver veiðimaður gerir er að raða í fluguboxin og spá í hvað á að nota í sumar. Oft eiga gamlar góðar flugur sem hver og einn heldur mest uppá sitt pláss en það er líka pláss fyrir nýjar flugur og það er virkilega gaman að prófa nýja flugu svo ég tali ekki um ef maður setur svo í lax á hana. Fluguna Frigga þekkja margir en hún hefur mörgum reynst vel og gefur marga laxa á hverju sumri. Túpan þykir mönnum hins vegar oft heldur groodaraleg í litlu vatni og það er þess vegna afskaplega gaman að sjá höfund Frigga, Baldur Hermannsson, kynna nýjan Frigga til leiks. Það sem margir telja gera Frigga svona gjöfulan er vængurinn sem er tvöfaldur og liggur út til hliðana. Þetta gerir fluguna sýnilegri en ögrun hennar og hreyfing af þessum sökum í vatninu er víst það sem gerir laxana óða. Nú er Friggi kominn á tvíkrækju með þessu einstaka vænglagi og það er nokkuð víst að aðdáendur Frigga eiga eftir að nota þessa grimmt í sumar.
Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði