Mokveiði á urriðaslóðum á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 20. apríl 2019 10:00 Bjarki Már Jóhannsson með vænan urriða af ION svæðinu Mynd: Bjarki Már Jóhannsson FB Árni Kristinn með urriða úr VillinavatnsárósMynd: Halldór Gunnarsson Urriðaveiðin á ION svæðinu og við Villinavatnsárós hefur farið feyknavel af stað og líklega hefur aldrei veiðst jafnvel í opnun á þessum svæðum. Við höfum heyrt af veiði frá þeim sem opnuðu ION svæðið en þeirra á meðal voru Jóhannes Hinriksson og Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumenn við Ytri Rangá. Þegar við heyrðum í Bjarka um miðjan daginn voru þeir félagar komnir með hátt í 30 fiska og sá stærsti 87 sm. Mest af urriðanum var 65-75 sm en slangur 75-85 sm. Þarna hafa veiðst urriðar sem ná um það bil 100 sm svo til á hverju vori. Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni var við Villingavatnsárós ásamt Árna Kristni Skúlasyni og nokkrum öðrum og af fréttum að dæma af þeim félögum voru þeir komnir með 14 væna urriða um hádegi og þrátt fyrir erfið skilyrði var takan góð. Það virðist vera mikill uppgangur á urriðarveiðum í vatninu og ekkert skrítið að veiðimenn sækist í að setja í einn svona stórann því eins og því hefur verið líst þá er takan þannig að það er eins og að kasta flugu við þjóðveginn og festa hana í mótorhjóli sem fer framhjá á fullri ferð. Hljómar ekkert leiðinlega. Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Árni Kristinn með urriða úr VillinavatnsárósMynd: Halldór Gunnarsson Urriðaveiðin á ION svæðinu og við Villinavatnsárós hefur farið feyknavel af stað og líklega hefur aldrei veiðst jafnvel í opnun á þessum svæðum. Við höfum heyrt af veiði frá þeim sem opnuðu ION svæðið en þeirra á meðal voru Jóhannes Hinriksson og Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumenn við Ytri Rangá. Þegar við heyrðum í Bjarka um miðjan daginn voru þeir félagar komnir með hátt í 30 fiska og sá stærsti 87 sm. Mest af urriðanum var 65-75 sm en slangur 75-85 sm. Þarna hafa veiðst urriðar sem ná um það bil 100 sm svo til á hverju vori. Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni var við Villingavatnsárós ásamt Árna Kristni Skúlasyni og nokkrum öðrum og af fréttum að dæma af þeim félögum voru þeir komnir með 14 væna urriða um hádegi og þrátt fyrir erfið skilyrði var takan góð. Það virðist vera mikill uppgangur á urriðarveiðum í vatninu og ekkert skrítið að veiðimenn sækist í að setja í einn svona stórann því eins og því hefur verið líst þá er takan þannig að það er eins og að kasta flugu við þjóðveginn og festa hana í mótorhjóli sem fer framhjá á fullri ferð. Hljómar ekkert leiðinlega.
Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði