Erlendum veiðimönnum mun fjölga Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2019 14:50 Mynd: KL Ísland hefur í áratugi laðað til sín erlenda veiðimenn sem koma hingað vegna þeirra eistöku veiðigæða sem eru á landinu. Skotland hefur verið Mekka stangveiðimanna enda er Skotland talið vagga fluguveiði í heiminum. En það er af sem áður var og veiðin þar hefur hrunið og afleiðing þess er farið að hafa áhrif á heilu byggðarlögin þar sem ferðamannaiðnaðurinn í kringum veiðimenn er að hverfa með fækkun veiðimanna. Ástæðan fyrir því að veiðimönnum fækkar er hrun í veiði. Sem dæmi veiddust um 32.000 laxar í ánni Spey 2013 en í fyrra veiddust ekki nema um 5.000 laxar. Athugið að stangarfjöldinn er um 600 stangir. Þessir veiðimenn leita þess vegna annað og í sumar hefur borið mikið á því að sífellt fleiri erlendir veiðimenn koma til landsins og ekki bara til að veiða lax heldur líka til þess að fara í silung. Veiðivísir hitti bandarískan mann í síðustu viku sem hefur verið að skipuleggja ferðir fyrir samlanda sína um Ísland og það er ekki verið að kaupa dýr leyfi heldur bara Veiðikortið og taldi hann að um 100 manns væru að koma ti landsins á hans vegum í sumar. Það er líka greinilega að aukast áhuginn á laxveiði enda er fjölgun erlendra veiðimanna á jaðartímum sem Íslendingar keyptu yfirleitt. Hvort þessi aukna eftirspurn verði til þess að verð hækki frekar er erfitt að segja til um en það gerist nú yfirleitt. Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði
Ísland hefur í áratugi laðað til sín erlenda veiðimenn sem koma hingað vegna þeirra eistöku veiðigæða sem eru á landinu. Skotland hefur verið Mekka stangveiðimanna enda er Skotland talið vagga fluguveiði í heiminum. En það er af sem áður var og veiðin þar hefur hrunið og afleiðing þess er farið að hafa áhrif á heilu byggðarlögin þar sem ferðamannaiðnaðurinn í kringum veiðimenn er að hverfa með fækkun veiðimanna. Ástæðan fyrir því að veiðimönnum fækkar er hrun í veiði. Sem dæmi veiddust um 32.000 laxar í ánni Spey 2013 en í fyrra veiddust ekki nema um 5.000 laxar. Athugið að stangarfjöldinn er um 600 stangir. Þessir veiðimenn leita þess vegna annað og í sumar hefur borið mikið á því að sífellt fleiri erlendir veiðimenn koma til landsins og ekki bara til að veiða lax heldur líka til þess að fara í silung. Veiðivísir hitti bandarískan mann í síðustu viku sem hefur verið að skipuleggja ferðir fyrir samlanda sína um Ísland og það er ekki verið að kaupa dýr leyfi heldur bara Veiðikortið og taldi hann að um 100 manns væru að koma ti landsins á hans vegum í sumar. Það er líka greinilega að aukast áhuginn á laxveiði enda er fjölgun erlendra veiðimanna á jaðartímum sem Íslendingar keyptu yfirleitt. Hvort þessi aukna eftirspurn verði til þess að verð hækki frekar er erfitt að segja til um en það gerist nú yfirleitt.
Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði