Bogalaga toppur ísjakans Davíð Þorláksson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er Braggamálinu hvergi nærri lokið. Nýlegt útspil var tillaga um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Þótt niðurstaða innri endurskoðunar borgarinnar hafi verið að fjölmargar brotalamir hafi verið í stjórnsýslu borgarinnar er það ekki niðurstaðan að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Tillagan er því sett fram til að slá pólitískar keilur og er því engum til sóma sem að henni kemur. Karp um þetta dregur athygli frá hinum stóra lærdómi sem ætti að draga af málinu um agaleysi í opinberum rekstri. Of fáir stjórnmálamenn leggja áherslu á ráðdeild í opinberum rekstri í störfum sínum. Í stað þess leggja þau áherslu á að gera sem mest sem kostar peninga. Þau virðast ekki átta sig á því að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Því meiri sem aginn er í útgjöldum því meira svigrúm er til að setja fé í eitthvað sem raunverulega skiptir máli. Fyrstu mistök borgarinnar voru að ætla sér að gera upp hús til að leigja út. Það var frá upphafi augljóst að betra væri að slík áhættustarfsemi væri í höndum einkaaðila. Fyrir þær 425 milljónir sem fóru í þetta væri hægt að fjármagna 234 pláss í grunnskóla eða veita 176 fátækum fjárhagsaðstoð í eitt ár. Bragginn er aðeins bogalaga toppur á þeim ísjaka sem agaleysi í opinberum rekstri og framkvæmdum er. Það er löngu orðið tímabært að stjórnmála- og embættismenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og taki þessi mál föstum tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun
Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er Braggamálinu hvergi nærri lokið. Nýlegt útspil var tillaga um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Þótt niðurstaða innri endurskoðunar borgarinnar hafi verið að fjölmargar brotalamir hafi verið í stjórnsýslu borgarinnar er það ekki niðurstaðan að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Tillagan er því sett fram til að slá pólitískar keilur og er því engum til sóma sem að henni kemur. Karp um þetta dregur athygli frá hinum stóra lærdómi sem ætti að draga af málinu um agaleysi í opinberum rekstri. Of fáir stjórnmálamenn leggja áherslu á ráðdeild í opinberum rekstri í störfum sínum. Í stað þess leggja þau áherslu á að gera sem mest sem kostar peninga. Þau virðast ekki átta sig á því að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Því meiri sem aginn er í útgjöldum því meira svigrúm er til að setja fé í eitthvað sem raunverulega skiptir máli. Fyrstu mistök borgarinnar voru að ætla sér að gera upp hús til að leigja út. Það var frá upphafi augljóst að betra væri að slík áhættustarfsemi væri í höndum einkaaðila. Fyrir þær 425 milljónir sem fóru í þetta væri hægt að fjármagna 234 pláss í grunnskóla eða veita 176 fátækum fjárhagsaðstoð í eitt ár. Bragginn er aðeins bogalaga toppur á þeim ísjaka sem agaleysi í opinberum rekstri og framkvæmdum er. Það er löngu orðið tímabært að stjórnmála- og embættismenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og taki þessi mál föstum tökum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun