Árnar sem lifa af þurrkasumar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2019 10:23 Það er spáð þurrki næstu daga og jafnvel vikur. Það er alveg ótrúlegt að vera skoða veðurspánna næstu daga og viku þar sem það er aðeins verið að spá meiri hlýindum og þurrki. Veiðimenn sem eru þegar búnir að bóka daga verða bara að vera á hnjánum og eiga samtal við almættið um einhverja vætutíð í óþökk þeirra sem ennþá hugsa sama almætti þegjandi þörfina eftir ekkert nema rok og rigningu á síðasta sumri. Nú er sem sagt runnið upp langþráð skeið sólardýrkanda en geta veiðimenn ekki líka veitt í smá sólskini? Það er vel hægt að tilheyra báðum hópunum og eins og staðan er er það líklega ekki svo slæmur valkostur. Það eru nokkrar ár sem finna ekkert mikið ef nokkuð fyrir þessu vatnsleysi og það er ansi líklegt að veiðimenn gjóu nú hýru auga til þeirra í þeirri von um að veiða í almennilega vatni í sumar. Þessar ár eru til dæmis Blanda, Sogið, Þjórsá, Skjálfandafljót, Ytri Rangá, Eystri Rangá og Jökla. Það er eitthvað til af stöngum í öllum ánum á misjöfnum tíma en ef ég ætlaði mér að vera viss um að veiða eitthvað í sumar myndi plan B vera að bóka dag í einhverri af þessum ám þó það væri ekki einu sinni nema síðsumars eða í haust. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Það er alveg ótrúlegt að vera skoða veðurspánna næstu daga og viku þar sem það er aðeins verið að spá meiri hlýindum og þurrki. Veiðimenn sem eru þegar búnir að bóka daga verða bara að vera á hnjánum og eiga samtal við almættið um einhverja vætutíð í óþökk þeirra sem ennþá hugsa sama almætti þegjandi þörfina eftir ekkert nema rok og rigningu á síðasta sumri. Nú er sem sagt runnið upp langþráð skeið sólardýrkanda en geta veiðimenn ekki líka veitt í smá sólskini? Það er vel hægt að tilheyra báðum hópunum og eins og staðan er er það líklega ekki svo slæmur valkostur. Það eru nokkrar ár sem finna ekkert mikið ef nokkuð fyrir þessu vatnsleysi og það er ansi líklegt að veiðimenn gjóu nú hýru auga til þeirra í þeirri von um að veiða í almennilega vatni í sumar. Þessar ár eru til dæmis Blanda, Sogið, Þjórsá, Skjálfandafljót, Ytri Rangá, Eystri Rangá og Jökla. Það er eitthvað til af stöngum í öllum ánum á misjöfnum tíma en ef ég ætlaði mér að vera viss um að veiða eitthvað í sumar myndi plan B vera að bóka dag í einhverri af þessum ám þó það væri ekki einu sinni nema síðsumars eða í haust.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði