Kvennahollin áttu vikuna í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2019 12:00 Sæunn Björk Þorkellsdóttir með 84 sm lax úr Stórhólakvörn í Langá. Langá var ansi þjáð af vatnsleysi í sumar í endalausum þurrkum en eftir að áin komst í gott vatn hefur veiðin heldur betur tekið við sér. Heildarveiðin í ánni er 440 laxar en það endurspeglar engan veginn hvernig veiðin er enda hefur áin bara verið í þessu góða haustvatni í rétt 10 daga. Laxinn er farinn að dreifa sér vel um ánna en þó síst á efsta hlutann og þar eru nokkrir vinsælir veiðistaðir sem hafa bara ekki alveg tekið við sér í haust og má þar nefna t.d. Campari og Ármót. Aftur á móti er lax að taka mjög víða og það sem meira er, veiðitölurnar eru svipaðar og þær eru á hverju hausti þar sem vikurnar eru að skila 80-100 löxum. Síðasta vika gaf 90 laxa. Þessi vika hefði getað verið mun betri í tölum ef það hefði ekki verið óselt holl á milli tveggja kvennaholla en bæði kvennahollin voru með 36 laxa hvort og þar af 12 maríulaxa saman. Það var mjög góð taka á flestum svæðum og flestar sem náðu laxi eða í það minnsta settu í lax. Takan er búin að vera mjög góð og það sem laxinn er að taka eins og á dæmugerðu hausti í Langá eru litlu flugurnar í stærðum 14-18#. Það er alveg ljóst að heildarveiðitalan verður ekkert til að hrópa húrra fyrir en þeir veiðimenn og veiðikonur sem hafa lagt leið sína í Langá á þessu hausti vita sem er að það er ekki hægt að kvarta yfir skorti á laxi þó það megi auðvitað alltaf vera meira. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði
Langá var ansi þjáð af vatnsleysi í sumar í endalausum þurrkum en eftir að áin komst í gott vatn hefur veiðin heldur betur tekið við sér. Heildarveiðin í ánni er 440 laxar en það endurspeglar engan veginn hvernig veiðin er enda hefur áin bara verið í þessu góða haustvatni í rétt 10 daga. Laxinn er farinn að dreifa sér vel um ánna en þó síst á efsta hlutann og þar eru nokkrir vinsælir veiðistaðir sem hafa bara ekki alveg tekið við sér í haust og má þar nefna t.d. Campari og Ármót. Aftur á móti er lax að taka mjög víða og það sem meira er, veiðitölurnar eru svipaðar og þær eru á hverju hausti þar sem vikurnar eru að skila 80-100 löxum. Síðasta vika gaf 90 laxa. Þessi vika hefði getað verið mun betri í tölum ef það hefði ekki verið óselt holl á milli tveggja kvennaholla en bæði kvennahollin voru með 36 laxa hvort og þar af 12 maríulaxa saman. Það var mjög góð taka á flestum svæðum og flestar sem náðu laxi eða í það minnsta settu í lax. Takan er búin að vera mjög góð og það sem laxinn er að taka eins og á dæmugerðu hausti í Langá eru litlu flugurnar í stærðum 14-18#. Það er alveg ljóst að heildarveiðitalan verður ekkert til að hrópa húrra fyrir en þeir veiðimenn og veiðikonur sem hafa lagt leið sína í Langá á þessu hausti vita sem er að það er ekki hægt að kvarta yfir skorti á laxi þó það megi auðvitað alltaf vera meira.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði