Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. október 2019 11:00 Veiðisumrinu er formlega lokið. Þá er stangveiðitímabilinu formlega lokið og lokatölur úr öllum ánum liggja fyrir en það verður víst seint sagt um þetta sumar að það verði eftirminnilegt fyrir heildarveiði. Þetta var sumar þurrka og vatnsleysis sem gerði það að verkum að veiðitölur á besta tíma voru ansi víða afleitar en sérstaklega var þetta erfitt fyrir vesturland og norðvesturland. Árnar á norðausturlandi áttu gott sumar en það sést greinilega á viðsnúningnum á veiðitölum t.d. í Selá sem fór í 1.484 laxa en var í fyrra með heildarveiði upp á 1.340 sem þótti engu að síður gott ár í ánni. Hofsá heldur að sama skapi áfram að rétta úr kútnum með 711 laxa á móti 697 laxa í fyrra. Hrútafjarðará áttu betra sumar núna en í fyrra með 401 lax núna en 360 laxa í fyrra. Að sama skapi var sumarið gott í Laxá á Ásum en þar veiddust 807 laxar en 702 laxar í fyrra. Eystri Rangá er aflahæst ánna á listanum með 3.048 laxa sem er um 900 löxum minna en í fyrra. Hún er engu að síður eina áin sem fór yfir 2.000 laxa í sumar. Ytri Rangá er í öðru sæti listands með 1.675 laxa en þar munar hrikalega miklu á milli sumra en í fyrra veiddust 4.032 laxar. Engar skýringar hafa verið gefnar á þessum aflabresti þar á bæ en það er greinilegt að annað hvort hafa sleppingar tekist illa eða afföll seiðana í sjó verið afskaplega mikil. Miðfjarðará er aflahæst náttúrulegu ánna með 1.606 laxa á móti 2.719 laxa veiði í fyrra. Þurrkarnir fóru ansi illa með hana í sumar en þar var engu að síður bóg af laxi bara lítið vatn sem gerði veiðina erfiða. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði
Þá er stangveiðitímabilinu formlega lokið og lokatölur úr öllum ánum liggja fyrir en það verður víst seint sagt um þetta sumar að það verði eftirminnilegt fyrir heildarveiði. Þetta var sumar þurrka og vatnsleysis sem gerði það að verkum að veiðitölur á besta tíma voru ansi víða afleitar en sérstaklega var þetta erfitt fyrir vesturland og norðvesturland. Árnar á norðausturlandi áttu gott sumar en það sést greinilega á viðsnúningnum á veiðitölum t.d. í Selá sem fór í 1.484 laxa en var í fyrra með heildarveiði upp á 1.340 sem þótti engu að síður gott ár í ánni. Hofsá heldur að sama skapi áfram að rétta úr kútnum með 711 laxa á móti 697 laxa í fyrra. Hrútafjarðará áttu betra sumar núna en í fyrra með 401 lax núna en 360 laxa í fyrra. Að sama skapi var sumarið gott í Laxá á Ásum en þar veiddust 807 laxar en 702 laxar í fyrra. Eystri Rangá er aflahæst ánna á listanum með 3.048 laxa sem er um 900 löxum minna en í fyrra. Hún er engu að síður eina áin sem fór yfir 2.000 laxa í sumar. Ytri Rangá er í öðru sæti listands með 1.675 laxa en þar munar hrikalega miklu á milli sumra en í fyrra veiddust 4.032 laxar. Engar skýringar hafa verið gefnar á þessum aflabresti þar á bæ en það er greinilegt að annað hvort hafa sleppingar tekist illa eða afföll seiðana í sjó verið afskaplega mikil. Miðfjarðará er aflahæst náttúrulegu ánna með 1.606 laxa á móti 2.719 laxa veiði í fyrra. Þurrkarnir fóru ansi illa með hana í sumar en þar var engu að síður bóg af laxi bara lítið vatn sem gerði veiðina erfiða. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði