Veiði

Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt

Karl Lúðvíksson skrifar
Laxi sleppt eftir viðureign
Laxi sleppt eftir viðureign
Hér á árum áður þegar það voru aðeins erlendir veiðimenn sem slepptu laxi þótti mörgum Íslendingum þetta heldur einkennileg hegðun og hrisstu bara hausinn.Það var ekki alveg skilningur á því hvers vegna menn greiddu háar upphæðir til þess eins að þreyta laxa og sleppa þeim. Þetta viðhorf er sem betur fer að breytast mikið og þau kynslóðaskipti sem eru að eiga sér stað í veiðinni koma til með að festa þetta í sessi. Þeir sem eldri eru í veiðinni eru sem betur fer flestir líka að tileinka sér breytta hugsun í veiðinni og samhliða því hækkar hlutfall slepptra laxa á hverju ári.Af hverju sleppa menn laxi? Það er ósköp einföld skýring á þessu. Þetta er sportveiði. Ánægjan fellst í því að fá fiskinn til að taka, ná honum að landi, smella kannski af einni mynd og sleppa honum aftur í ánna. Fiskurinn lifur þetta af og á þá möguleika á að fjölga sér og viðhalda stofninum. Nú á þeim tímum sem laxastofnar um allann heim eru í mikilli hættu og niðursveiflu er þetta vitundarvakning um verndum laxastofna til að tryggja afkomu þeirra því við viljum líklega sjá fram á að við sem og okkar afkomendur geti notið ánægjustunda við veiðar um ókomna framtíð. Þetta breytta viðhorf síðustu ár hér á landi hefur gert það að verkum að í líklega öllum ánum er komin hóflegur kvóti eða algjör sleppiskylda. Einhverjar raddir voru háværar um að þetta myndi ganga frá sölu veiðileyfa á þau svæði þar sem þessu var háttað en það er víst önnur saga af því. Þar sem veiðimenn sleppa öllu eða fá að halda kannski einum laxi á vakt eða einum laxi á dag er erfitt að komast að og í mörgum ánum nokkurra ára biðlisti eins og í Laxá í Dölum.Það getur ekki verið nokkurri á hollt að það sé tekið mikið af laxi úr henni og þá sérstaklega á árum eins og þessu sem og 2014 sem voru þau slökustu í áratugi. Þá helst á slökum árum skiptir þetta afkomu ánna miklu máli. En óháð því er viðhorfið bara breytt. Það er engin að svelta sem fer í laxveiði og veiðimenn eru bara kátir með það fyrirkomulag að koma heim með 2-3 laxa eftir veiðitúrinn.Sú á sem þessi breyting tekur gildi strax á næsta tímabili er Blanda en þar hefur verið drepið mikið af laxi og líklega á stundum of mikið til að svæðið sé í jafnvægi. Frá og með næsta ári verður kvóti einn lax á vakt og ef við skoðum aðeins tölurnar til dæmis af svæði 1 þá má samkvæmt þessu hirða átta laxa á dag á fjórar stangir. Það gerir um það bil 240 laxa á mánuði. Það munar alveg um það í hrygningarstofninum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.