Veiði

30 laxa holl í Stóru Laxá

Karl Lúðvíksson skrifar
Það eru stórlaxar í Stóru Laxá
Það eru stórlaxar í Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB
Sumar ár eru einfaldlega þess eðlis að þær eiga sinn besta tíma síðsumars og á haustinn og Stóra Laxá er ein af þeim.Í gegnum árin hefur svo til alltaf komið tímabil þar sem það veiðist mikið í ánni og það er þegar fyrstu góðu haustrigningarnar mæta á svæðið og vatnið í ánni hækkar vel. Stóra Laxá var eins og margar ár þjökuð af vatnsleysi í sumar en núna þegar það er komið gott vatn í ánna hefur heldur betur verið kippur í veiðinni. Holl sem lauk veiðum í gær á svæði eitt og tvö var til að mynda með 30 laxa og eftir því sem við komumst næst er heildarveiðin í september að nálgast 200 laxa sem sýnir vel hversu mikið áinn átti inni.Veiði er ekki lokið í Stóru Laxá svo það er meira en líklegt að þessar tölur eigi eftir að hækka enn frekar og framundan er frábær tími í ánni þegar stóru hængarnir fara að taka flugurnar hjá veiðimönnum og eins og þeir sem hafa veitt í stóru getur meðalþyngdin verið ansi góð svo það hlýtur að vera mikil spenna hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.