Bleikjur upp við land á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2019 10:00 Þessi mynd er tekin af bakkanum við Nautatanga. Mynd: KL Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. Á þessu er að vísu eðlileg skýring. Bleikjan kemur upp að landi á grynningar til að hrygna og þá kemur hún oft svo nálægt landi að þær bókstaflega synda við lappirnar hjá þér. Það er ekki mikið mál að sjá þær ef það er bjart og stillt því þær eru orðnar fagurbleikar á kviðnum og hvítu uggana er auðvelt að sjá frá bakkanum. Þú þarft ekki að vaða út bara vera á réttum stað þar sem bleikjan kemur inn. Það er afskaplega fallegt að horfa á þessar stóru bleikjur í ástarleikjum á þessum árstíma og mjög auðvelt að taka af þeim myndir bæði ofan vatns og neðan. Bestu staðirnir til að sjá þær er t.d. Öfugsnáði, Nautatangar, Vaðlavík, Vatnsvik, Vellankatlar bara svo nokkrir staðir séu nefndir. Bleikjurnar á myndinni að ofan voru á svamli 2-3 metra frá landi í grunni vatni og voru alls ekkert að kippa sér upp við mannaferðir á bakkanum. Ágiskuð stærð er líklega um 4-5 pund og voru þær hluti af mun stærri torfu sem var að svamla um alla víkina yst á Nautatöngum. Þessi sjón er alveg bíltúrnsins virði í góðu veðri. Mest lesið Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði 111 sm hængur úr Laxá í gær Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði
Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. Á þessu er að vísu eðlileg skýring. Bleikjan kemur upp að landi á grynningar til að hrygna og þá kemur hún oft svo nálægt landi að þær bókstaflega synda við lappirnar hjá þér. Það er ekki mikið mál að sjá þær ef það er bjart og stillt því þær eru orðnar fagurbleikar á kviðnum og hvítu uggana er auðvelt að sjá frá bakkanum. Þú þarft ekki að vaða út bara vera á réttum stað þar sem bleikjan kemur inn. Það er afskaplega fallegt að horfa á þessar stóru bleikjur í ástarleikjum á þessum árstíma og mjög auðvelt að taka af þeim myndir bæði ofan vatns og neðan. Bestu staðirnir til að sjá þær er t.d. Öfugsnáði, Nautatangar, Vaðlavík, Vatnsvik, Vellankatlar bara svo nokkrir staðir séu nefndir. Bleikjurnar á myndinni að ofan voru á svamli 2-3 metra frá landi í grunni vatni og voru alls ekkert að kippa sér upp við mannaferðir á bakkanum. Ágiskuð stærð er líklega um 4-5 pund og voru þær hluti af mun stærri torfu sem var að svamla um alla víkina yst á Nautatöngum. Þessi sjón er alveg bíltúrnsins virði í góðu veðri.
Mest lesið Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði 111 sm hængur úr Laxá í gær Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði