Spennandi haustveiði í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2019 11:00 Það eru stórar bleikjur í Soginu og stórir laxar eins og veiðimenn þekkja. Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda eru margir veiðimenn sem fóru frekar flatt á sumrinu í vatnsleysinu og nokkrir sem kannski hafa ekki ennþá sett í lax. Það er bara alls ekki of seint að breyta því og við ætum næstu daga að skoða hvað er í boði fyrir veiðimenn hjá hinum og þessum veiðileyfasölum. Málið er nefnilega að eftir sumar eins og þetta er hægt að detta í lukkupottinn í september. Ef þú ert ekki viss um þá fullyrðingu spurðu þá sem hafa verið að fara í Stóru Laxá, Langá, Dalina og Kjarrá. Haustrigningarnar hafa heldur betur hrisst upp í hlutunum og lyft veiðitölum í það sem er eðlileg vikuveiði á þessum árstíma. Það má kannski nefna fyrir þá sem eru að leita að stórum laxi að september hefur oftar en ekki verið góður tími í Soginu og síðustu daga höfum við frétt af veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu og séð þessa bolta lyfta sér. Veiðisvæðin sem eru gjöfulust í Soginu eru Bíldsfell, Ásgarður og Syðri Brú en haustveiðin hefur yfirleitt verið best á Bíldsfellinu án þess að hin svæðin séu eitthvað léleg, ekki skilja það þannig. Það má oftar en ekki gera fína veiði t.d. í Sakkarhólma, Útfalli, Breiðunni (sérstaklega Neðri Garð), Melhorni og Neðra Horni þegar drekarnir fara á stjá. Það þarf ekki að nota neinar túpur því hann tekur litlu flugurnar líka vel bara á flotlínu. Svo má ekki gleyma að skella púpum undir og sjá hvort bleikjan sé í tökustuði. Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði
Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda eru margir veiðimenn sem fóru frekar flatt á sumrinu í vatnsleysinu og nokkrir sem kannski hafa ekki ennþá sett í lax. Það er bara alls ekki of seint að breyta því og við ætum næstu daga að skoða hvað er í boði fyrir veiðimenn hjá hinum og þessum veiðileyfasölum. Málið er nefnilega að eftir sumar eins og þetta er hægt að detta í lukkupottinn í september. Ef þú ert ekki viss um þá fullyrðingu spurðu þá sem hafa verið að fara í Stóru Laxá, Langá, Dalina og Kjarrá. Haustrigningarnar hafa heldur betur hrisst upp í hlutunum og lyft veiðitölum í það sem er eðlileg vikuveiði á þessum árstíma. Það má kannski nefna fyrir þá sem eru að leita að stórum laxi að september hefur oftar en ekki verið góður tími í Soginu og síðustu daga höfum við frétt af veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu og séð þessa bolta lyfta sér. Veiðisvæðin sem eru gjöfulust í Soginu eru Bíldsfell, Ásgarður og Syðri Brú en haustveiðin hefur yfirleitt verið best á Bíldsfellinu án þess að hin svæðin séu eitthvað léleg, ekki skilja það þannig. Það má oftar en ekki gera fína veiði t.d. í Sakkarhólma, Útfalli, Breiðunni (sérstaklega Neðri Garð), Melhorni og Neðra Horni þegar drekarnir fara á stjá. Það þarf ekki að nota neinar túpur því hann tekur litlu flugurnar líka vel bara á flotlínu. Svo má ekki gleyma að skella púpum undir og sjá hvort bleikjan sé í tökustuði.
Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði