48 laxa holl í Kjarrá Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2019 11:00 Veiðin í Kjarrá hefur tekið mikin kipp eftir að það fór að rigna Mynd: Ari Little Jósefsson Haustveiðin á vesturlandi virðist í mörgum tilfellum heldur betur vera að bæta upp fyrir erfitt sumar og Kjarrá er þar ekki undanskilin. Það hefur verið góður gangur í Þverá og Kjarrá síðan það fór að rigna og holl sem lauk veiðum fyrir fáum dögum átti aldeilis flotta daga en hollið endaði í 48 löxum. Við fegnum smá skeyti frá Ara Little Jósefssyni sem var í hópnum og við þökkum honum kærlega fyrir póstinn og að deila myndum með okkur."Hópurinn var vel upplagður til veiða en var ekki mjög bjartsýnn um að það væri mikið af fiski en töldum þó að rigning síðustu daga myndi hjálpa til. Það byrjaði hægt mikið vatn og litað en samt komu laxar upp á svæði tvö sem er næst efsta svæðið. Við sem að áttum svæði 2 seinna í hollinu hlökkuðum en grunaði ekki hvað koma skyldi. Svæði 2 og 3 var með nóg af fiski á flestum stöðum og jafnvel á milli staða. Sterkustu staðirnir voru Lambastrengur,pic pool, efra rauðaberg,efri johnson og margir staðir þarna á milli. Flestir fiskar voru 80 + og upp í 99cm. Þó sumarið hafi verið dræmt í flestum Laxveiði ám á landinu vörum heppnir að vera við veiðar á þessum tíma vegna rigningar virtist líf koma með upp í kjarrá. Takk fyrir okkur Kjarrá" Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Haustveiðin á vesturlandi virðist í mörgum tilfellum heldur betur vera að bæta upp fyrir erfitt sumar og Kjarrá er þar ekki undanskilin. Það hefur verið góður gangur í Þverá og Kjarrá síðan það fór að rigna og holl sem lauk veiðum fyrir fáum dögum átti aldeilis flotta daga en hollið endaði í 48 löxum. Við fegnum smá skeyti frá Ara Little Jósefssyni sem var í hópnum og við þökkum honum kærlega fyrir póstinn og að deila myndum með okkur."Hópurinn var vel upplagður til veiða en var ekki mjög bjartsýnn um að það væri mikið af fiski en töldum þó að rigning síðustu daga myndi hjálpa til. Það byrjaði hægt mikið vatn og litað en samt komu laxar upp á svæði tvö sem er næst efsta svæðið. Við sem að áttum svæði 2 seinna í hollinu hlökkuðum en grunaði ekki hvað koma skyldi. Svæði 2 og 3 var með nóg af fiski á flestum stöðum og jafnvel á milli staða. Sterkustu staðirnir voru Lambastrengur,pic pool, efra rauðaberg,efri johnson og margir staðir þarna á milli. Flestir fiskar voru 80 + og upp í 99cm. Þó sumarið hafi verið dræmt í flestum Laxveiði ám á landinu vörum heppnir að vera við veiðar á þessum tíma vegna rigningar virtist líf koma með upp í kjarrá. Takk fyrir okkur Kjarrá"
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði