Gæsaveiðin gengur vel Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2019 11:00 Heiðagæs Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og á þeim tíma sem fyrstu skytturnar hófu veiðar virðast flestir vera að gera það nokkuð gott. Það er búin að vera mikil umferð á vinsælum stöðum og stundum þannig að það mætti vel segja að allt of margir séu á einhverjum svæðum. Þeir sem eiga sýna leynistaði eru af þeim sökum ekki mikið að segja frá því hvar þeir eru og það getur verið pínu fyndið að sjá myndir af veiðislóð þar sem það er passað upp á að sýna ekkert landsslag svo staðurinn þekkist ekki. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt af síðustu daga hafa flestir verið að gera fína veiði hvar sem þeir hafa drepið niður fæti og hjá flestum er mesta sóknin eins og er í heiðagæs. Tvær skyttur sem við áttum gott spjall við í gær voru að koma úr uppsveitum Árnessýslu þar sem þeir hafa aðgang að túni og afrakstur morgunflugs voru 16 heiðagæsir. Að sögn var mjög mikið af fugli en skilyrðin nokkuð erfið þar sem það var bæði bjart og logn. Engu að síður voru fyrstu gæsirnar í morgunrökkrinu mjög ákveðnar að koma niður í túnið. Mesta ásóknin er í heiðagæs á þessum tíma en færist svo yfir í grágæsina þegar líður á og fuglinn fer að fara niður í akrana. Þá fyrst byrja fréttir af morgnum þar sem 100 fugla veiði er ekki óalgeng. Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og á þeim tíma sem fyrstu skytturnar hófu veiðar virðast flestir vera að gera það nokkuð gott. Það er búin að vera mikil umferð á vinsælum stöðum og stundum þannig að það mætti vel segja að allt of margir séu á einhverjum svæðum. Þeir sem eiga sýna leynistaði eru af þeim sökum ekki mikið að segja frá því hvar þeir eru og það getur verið pínu fyndið að sjá myndir af veiðislóð þar sem það er passað upp á að sýna ekkert landsslag svo staðurinn þekkist ekki. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt af síðustu daga hafa flestir verið að gera fína veiði hvar sem þeir hafa drepið niður fæti og hjá flestum er mesta sóknin eins og er í heiðagæs. Tvær skyttur sem við áttum gott spjall við í gær voru að koma úr uppsveitum Árnessýslu þar sem þeir hafa aðgang að túni og afrakstur morgunflugs voru 16 heiðagæsir. Að sögn var mjög mikið af fugli en skilyrðin nokkuð erfið þar sem það var bæði bjart og logn. Engu að síður voru fyrstu gæsirnar í morgunrökkrinu mjög ákveðnar að koma niður í túnið. Mesta ásóknin er í heiðagæs á þessum tíma en færist svo yfir í grágæsina þegar líður á og fuglinn fer að fara niður í akrana. Þá fyrst byrja fréttir af morgnum þar sem 100 fugla veiði er ekki óalgeng.
Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði