Stórlaxarnir í vikunni Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2019 09:59 Þorlákur með 98 sm lax úr Grímsá í gær Mynd: KL Haustið er klárlega tíminn fyrir stórlaxa og það er reglulega gaman að fá fréttir af slíkum höfðingjum á þessum árstíma. Við erum búin að fá fréttir af nokkrum slíkum í þessari viku og þessir fjórir sem við rétt nefnum eru engan veginn tæmandi listi af 90 sm og stærri löxum sem veiddust í vikunni. Enn síður tekur það því að nefna laxa sem eru 80 sm og stærri því þar er af nægu að taka og þá sérstaklega vert að nefna síðasta kvennaholl í Langá sem landaði fjórum löxum yfir 80 sm en fyrsti stórlaxinn sem er á stuttum lista yfir stórlaxa vikunnar veiddist þar í gærkvöldi og það í veiðistað sem geymir iðulega nokkra stóra en það er Stórhólakvörn og þar kom upp 90 sm lax í gær. Axel Björn Clausen veiddi 104 sm lax í Víðidalsá og er það stærsti lax sumarsins á þeim bæ. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson tók á sama degi 104 sm lax í Laxá í Nesi en þar hafa margir stórlaxarnir veiðst í sumar eins og endranær. Síðan var 98 sm laxi landað í Oddstaðafljóti í Grímsá á seinni vaktinni í gær og eftir því sem við best vitum er það stærsti laxinn úr Grímsá í sumar. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði
Haustið er klárlega tíminn fyrir stórlaxa og það er reglulega gaman að fá fréttir af slíkum höfðingjum á þessum árstíma. Við erum búin að fá fréttir af nokkrum slíkum í þessari viku og þessir fjórir sem við rétt nefnum eru engan veginn tæmandi listi af 90 sm og stærri löxum sem veiddust í vikunni. Enn síður tekur það því að nefna laxa sem eru 80 sm og stærri því þar er af nægu að taka og þá sérstaklega vert að nefna síðasta kvennaholl í Langá sem landaði fjórum löxum yfir 80 sm en fyrsti stórlaxinn sem er á stuttum lista yfir stórlaxa vikunnar veiddist þar í gærkvöldi og það í veiðistað sem geymir iðulega nokkra stóra en það er Stórhólakvörn og þar kom upp 90 sm lax í gær. Axel Björn Clausen veiddi 104 sm lax í Víðidalsá og er það stærsti lax sumarsins á þeim bæ. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson tók á sama degi 104 sm lax í Laxá í Nesi en þar hafa margir stórlaxarnir veiðst í sumar eins og endranær. Síðan var 98 sm laxi landað í Oddstaðafljóti í Grímsá á seinni vaktinni í gær og eftir því sem við best vitum er það stærsti laxinn úr Grímsá í sumar.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði