Veiði

105 sm lax úr Hítará

Karl Lúðvíksson skrifar
Gunnar með 105 sm laxinn sem hann veiddi í Hítará í morgun
Gunnar með 105 sm laxinn sem hann veiddi í Hítará í morgun Mynd: Hítará FB

Það hefur ekki mikið verið að frétta af bökkum Hítarár í sumar en það virðist þó vera líf í ánni og nú eru tröllin farin að hreyfa sig.

Við höfum verið að greina frá skemmtilegum fréttum af stórlöxum síðustu daga og í morgun bættist einn við og eftir því sem við komumst næst er þetta stærsti laxinn af vesturlandi þetta tímabilið en það gæti alveg breyst þar sem tímabilið er ekki búið ennþá. Gunnar Sigurðsson sem er við veiðar í ánni setti í og landaði þessum glæsilega 105 sm laxi í morgun og að sögn þeirra sem hafa verið að kíkja í ánna síðustu daga hafa nokkrir svona drekar sést þarna í sumar.

Heildarveiðin í Hítará er að detta í 200 laxa en hún hefur því miður ekki verið jafn stíft stunduð eins og síðustu ár og er það ein afleiðing skriðunnar sem féll í Hítardal. Það virðist engu að síður vera nokkuð af laxi á helstu stöðu sem og er silungsveiðin að glæðast mikið en holl sem var við veiðar í ágúst náði 50 sjóbirtingum og bleikjum með þremur löxum eftir okkar heimildum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.