Enski boltinn

Brunaútsala hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darmian náði sér aldrei á strik hjá Rauðu djöflunum.
Darmian náði sér aldrei á strik hjá Rauðu djöflunum. vísir/getty
Man. Utd keypti ekki marga leikmenn í sumar en félagið er mjög duglegt að losa sig við leikmenn. Líklega fara þrír leikmenn frá félaginu um helgina.

Þar á meðal er bakvörðurinn Matteo Darmian en United ætlar að losa sig við hann áður en leikmannamarkaðurinn í Evrópu lokar á mánudag.

Ítalinn vildi komast frá félaginu fyrir ári síðan og fær það núna. Hann hefur aðeins spilað 13 leiki fyrir félagið síðan í desember árið 2017 og samningur hans rennur út eftir næsta tímabil.

Líklega semur hann við lið í heimalandinu en þangað er Chris Smalling einnig að fara en Roma vill fá hann. Alexis Sanchez var lánaður til Inter í gær en United mun þó halda áfram að greiða stóran hluta launa hans.

Svo er Marcos Rojo líklega einnig á förum en hann er ekki inn í myndinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×