Veiði

Flott skot í Blöndu IV

Karl Lúðvíksson skrifar
Sindri með 91 sm hænginn úr Blöndu 4
Sindri með 91 sm hænginn úr Blöndu 4
Það hafa fáar fréttir borist af svæði fjögur í Blöndu en það er að margra mati eitt skemmtilegasta svæðið í ánni.Félagarnir Daníel Friðriksson, Hrannar Þór Hallgrímsson, Jón Arnar Ólafsson, Óskar Örn Arnarsson, Örn Sigurðarson og Sindri Pálsson voru þar við veiðar og þeim gekk vel á svæðinu og sáu mikið líf. ALls var tíu löxum landað og þar af tveimur sleppt en til viðbótar var sett í aðra sjö sem sluppu af. Allt var þetta frekar bjartur smálax fyrir utan einn 91 sm höfðingja sem sést á meðfylgjandi mynd og var sá stærsti í hollinu."Á fyrstu vaktinni komu 2 laxar á land. Urðum vitni af 15-20 laxa torfu í göngu renna sér með miklum látum í einn hylinn og stökk hann grimmt. Líklega með tálknin full af gróðri þar sem áin var eins óslegið tún nema í dýpstu hyljunum, gróðurinn var svo svakalegur.sagði Sindi í samtali við Veiðivísi. "Áin var full af fiski og sáum við fisk í flestum merktum stöðum, reyndum við þó ekkert við staði í efsta þriðjung svæðisins. Gríðarlega skemmtilegar tökur, en laxinn var að taka litlar flugur á hröðu strippi í djúpum hyljum."Það er vonandi að Blanda eigi gott haust inni því heildarveiðin þar hefur verið mun minni en síðustu ár og þá sérstaklega á efri svæðunum en það virðist vera gott magn af laxi á svæðinu svo þeir sem eiga daga framundan eiga vonandi góða veiði.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.