Veiði

Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá

Karl Lúðvíksson skrifar
104 sm laxinn sem þessi erlendi veiðimaður veiddi í gær.
104 sm laxinn sem þessi erlendi veiðimaður veiddi í gær. Mynd: Bjarki Már Jóhannsson
Hann tók líka þennan 90 sm sjóbirting.Mynd: Bjarki Már Jóhannsson
Það er hægt að eiga upplifanir af ýmsu tagi við veiðar og í gær er óhætt að segja að veiðimaður hafi átt sannkallaðan draumadag við Ytri Rangá.Við heyrðum í Bjarka Má Jóhannssyni leiðsögumanni við Ytri Rangá í gærkvöldi og sagði hann okkur ansi magnaða sögu af degi veiðimanns í gær. Þessi ágæti erlendi veiðimaður Var þá nýbúinn að landa 90 sm sjóbirting, 97 sm laxi og var rétt áður en við heyrðum í Bjarka nýbýinn að sleppa aftur 104 sm laxi sem hann veiddi á Rangárflúðum. Sá lét hafa ansi mikið fyrir sér og það var ekki fyrr en 200 metrum neðar í Eystri kvíslinni neðan við Rangárflúðir sem tókst að koma skepnunni í háfinn.Veiðitölurnar í Rangánum eru kannski mun minni en væntingar stóðu til en það gleðilega sem er að gerast er að það eru að veiðast margir stórlaxar og fleiri hafa verið að sýna sig. Þeir sem eiga daga þarna framundan í sumar eru kannski ekkert að fara mokveiða en það er þá bara að setja sig í stellingar fyrir því að setja í einn svona stórlax og svoleiðis átök geta sannarlega fullkomnað veiðitúrinn. Þess má geta að samtalinu við Bjarka var slitið að hans hálfu því hann þurfti að stökkva til og háfa annan laax sem þessi veiðimaður var að eiga við. Sannarlega góður dagur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.