Laxveiðimenn fagna rigningarspá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2019 14:00 Nokkrar af bestu laxveiðiám landsins renna eins og litlir lækir og hafa gert í rúmlega mánuð en það er vonandi að breytast. Það virðist loksins vera einhver rigning í kortunum og ef hún verður nægileg gæti orðið einhver breyting til batnaðar. Árnar í Dölunum og á vesturlandi eru margar hverjar í lélegasta vatni sem þær hafa verið í og ár sem hafa fjölda hylja og þar sem veitt er á 8-12 stangir eru kannski ekki með neina á annan tug veiðistaða sem hægt er að veiða í þessu vatni og sumar færri. Þegar langtímaspáin er skoðuð er ekki um neitt úrhelli að ræða en vonandi eitthvað sem fer að gera eitthvað fyrir árnar, bæði að hækka vatnið eitthvað en eins að bæta súrefni í árnar. Það er alveg hægt að veiða í litlu vatni en það verður frekar erfitt þegar ofan á lítið vatn bætast endalausir sólardagar, heitt vatn og lítið súrefni í ánum. Kólnandi veður, skýjað og rigning, helst nóg af henni er það sem laxveiðimenn eru að biðja um núna. Mest lesið Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Nokkrar af bestu laxveiðiám landsins renna eins og litlir lækir og hafa gert í rúmlega mánuð en það er vonandi að breytast. Það virðist loksins vera einhver rigning í kortunum og ef hún verður nægileg gæti orðið einhver breyting til batnaðar. Árnar í Dölunum og á vesturlandi eru margar hverjar í lélegasta vatni sem þær hafa verið í og ár sem hafa fjölda hylja og þar sem veitt er á 8-12 stangir eru kannski ekki með neina á annan tug veiðistaða sem hægt er að veiða í þessu vatni og sumar færri. Þegar langtímaspáin er skoðuð er ekki um neitt úrhelli að ræða en vonandi eitthvað sem fer að gera eitthvað fyrir árnar, bæði að hækka vatnið eitthvað en eins að bæta súrefni í árnar. Það er alveg hægt að veiða í litlu vatni en það verður frekar erfitt þegar ofan á lítið vatn bætast endalausir sólardagar, heitt vatn og lítið súrefni í ánum. Kólnandi veður, skýjað og rigning, helst nóg af henni er það sem laxveiðimenn eru að biðja um núna.
Mest lesið Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði