Ný sería af Sporðaköstum væntanleg Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2019 09:15 Við tökur á Sporðaköstum. Mynd: Eggert SKúlason Í sumar hafa farið fram tökur á nýrri Sporðakastaseríu sem er með nýstárlegu sniði. Myndaðir eru erlendir veiðimenn sem eru stór nöfn í alþjóðlega veiðiheiminum og sumir einnig þekktir út fyrir þann heim. Þættirnir eru sex talsins og er farið vítt og breitt um Ísland. Meðal þeirra staða sem eru heimsóttir eru: Laxá á Ásum, Grímsá, Kjarrá, Skarðsá á Möðrudal, Þingvallavatn, Tungufljót, Miðfjarðará, Laxá í Kjós og fleiri vatnasvæði. Gestir þáttanna eru á aldrinum 11 til 93 ára. Bresku leikararnir Robson Green og James Murray koma við sögu ásamt Lillu Rawcliff sem er á 94 aldursári en veiðir enn og elskar Ísland. Tiggy Pettifer einn af leiðtogum AST heimsækir Ísland og veiðir með í för. Eggert SKúlason sér um framleiðslu þáttana en hann hefur eins og veiðimenn allir þekkja gefið út nokkrar seríur af Sporðaköstum og það er þess vegna mikil eftirvænting meðal veiðimanna þegar Eggert er við tökur og nýtt efni um veiðar á leiðinni á skjáinn. Mest lesið Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Brúará er komin í gang Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Mikil ásókn erlendra veiðimanna í íslenska laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Mikið líf í Varmá Veiði
Í sumar hafa farið fram tökur á nýrri Sporðakastaseríu sem er með nýstárlegu sniði. Myndaðir eru erlendir veiðimenn sem eru stór nöfn í alþjóðlega veiðiheiminum og sumir einnig þekktir út fyrir þann heim. Þættirnir eru sex talsins og er farið vítt og breitt um Ísland. Meðal þeirra staða sem eru heimsóttir eru: Laxá á Ásum, Grímsá, Kjarrá, Skarðsá á Möðrudal, Þingvallavatn, Tungufljót, Miðfjarðará, Laxá í Kjós og fleiri vatnasvæði. Gestir þáttanna eru á aldrinum 11 til 93 ára. Bresku leikararnir Robson Green og James Murray koma við sögu ásamt Lillu Rawcliff sem er á 94 aldursári en veiðir enn og elskar Ísland. Tiggy Pettifer einn af leiðtogum AST heimsækir Ísland og veiðir með í för. Eggert SKúlason sér um framleiðslu þáttana en hann hefur eins og veiðimenn allir þekkja gefið út nokkrar seríur af Sporðaköstum og það er þess vegna mikil eftirvænting meðal veiðimanna þegar Eggert er við tökur og nýtt efni um veiðar á leiðinni á skjáinn.
Mest lesið Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Brúará er komin í gang Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Mikil ásókn erlendra veiðimanna í íslenska laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Mikið líf í Varmá Veiði