Makamál

Spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Er síma og tölvunotkun orðið stórt vandamál í samböndum?
Er síma og tölvunotkun orðið stórt vandamál í samböndum?
Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur síma og tölvunotkun farið sívaxandi síðustu ár. Mörg hver erum við alltaf með símann á okkur og jafnvel skráð inn á fleiri en einn samfélagsmiðil.

Ný fíkn hefur litið dagsins ljós og er það síma og tölvufíkn.

En hversu mikið vandamál getur síma og tölvufíkn skapað í samböndum ?

Að vera úti að borða á stefnumóti eða með makanum þínum og annað hvort ykkar tekur upp símann til þess að svara tölvupóstum eða skilaboðum á Messenger er ekkert svo óalgeng hegðun í dag. Sum pör taka símann sinn með upp í rúm á kvöldin og eru að skoða fréttir, samfélagsmiðla eða spjalla við vini sína. Eðlilega er misjafnt hvað fólki finnst of mikil notkun en hvenær erum við farin að pirra makann okkar eða fara yfir strikið? 

Erum við jafnvel að sína makanum okkar óvirðingu án þess að vera endilega meðvituð um það? 

Spurning Makamála þess vikuna er: 

Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? 



 


Tengdar fréttir

Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar

Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk.

Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor

Antoine Hrannar Fons er 35 ára leiklistamenntaður flugþjónn. Antoine byrjaði að vinna hjá Icelandair árið 2014 og segir hann starfið vera ennþá jafn skemmtilegt og gefandi eins og þegar hann byrjaði.

Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi

Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×