Veiði

Áfram ágæt veiði í Þjórsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Flottur lax úr Urriðafoss B - Þjótandi
Flottur lax úr Urriðafoss B - Þjótandi Mynd: Iceland Outfitters FB

Veiðin í Þjórsáhefur verið ágæt á þessu sumri þó hún sé minni en síðustu tvö árin en nýju veiðisvæðin virðst vera að koma vel inn.

Fyrir ofan Urriðafoss er mikið ókannað veiðisvæði sem hefur verið selt ódýrt til þeirra veiðimanna sem vilja kanna nýja möguleika í veiði. Svæðið sem undirritaður hefur einmitt prófar er kallað Urriðafoss B - Þjótandi og það svæði hefur upp á mikla skemmtun að bjóða. Á Facebooksíðu Iceland Outfitters er einmitt smá frásögn frá veiðimönnum sem voru þar við veiðar og gekk greinilega mjög vel.

„Fórum í Urriðafoss B í gær en dagurinn var lyginni líkastur. Við vorum mættir um kl. 8 og fórum beint á veiðistaðinn Sandholt. Í fyrsta rennsli BÆNG – fékk ég 56 cm hrygnu. Stuttu seinna, kom annar fiskur, 65 cm hængur. Þetta gerðist allt fyrir kl. 9:00. Við fórum svo á aðra staði og þar var lítið að frétta.

Eftir pásuna fórum við aftur í Sandholtið, þá fóru hlutirnir virkilega að gerast. Fengum slatta af góðum tökum og rétt fyrir kl. 17:00 landaði Styrmir veiðifélagi minn, 77 cm hæng. Tökurnar héldu áfram en við ákváðum að hvíla staðinn. Svo þegar við byrjum aftur um kl. 20, náði Styrmir öðrum hæng, 59 cm. Svo í síðasta kasti kl. 21:59 negldi ég 61 cm hæng á þýska snældu. Allir hinir komu á Skógá Blá. Við misstum í heildina 8 laxa en þetta var einstakur veiðidagur og lax að sýna sig útum allt.“

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.