Eystri Rangá komin yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Það verður að teljast afar fréttnæmt í veiðiheiminum að það sé fyrst núna verið að segja frá fyrstu ánni sem fer yfir 1.000 laxa í sumar. Staðan er engu að síður eins og hún er og við fögnum því þess vegna að heyra þær fréttir af bökkum Eystri Rangá að hún sé komin yfir 1.000 laxa og verður líklega komin hátt í 1.500 laxa um eða yfir helgina þar sem veiðin í ánni en frábær þessa dagana. Engin 100 laxa dagur hefur komið ennþá en þó hafa dagar komist nálægt því eins og í fyrradag þegar það veiddust samkvæmt okkar heimildum 92 laxar yfir daginn. Ytri Rangá er ekki komin í gang ennþá og veldur það nokkrum áhyggjum en þeir sem þekkja Ytri Rangá vel eru þó ekkert að stressa sig mikið yfir þessu enda alveg dæmi um að stærstu göngurnar hafi ekki verið að mæta fyrr en í lok júlí og þá eru tölurnar þaðan fljótar að hækka. Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Aðalfundur SVFR verður haldinn 21. febrúar Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Það verður að teljast afar fréttnæmt í veiðiheiminum að það sé fyrst núna verið að segja frá fyrstu ánni sem fer yfir 1.000 laxa í sumar. Staðan er engu að síður eins og hún er og við fögnum því þess vegna að heyra þær fréttir af bökkum Eystri Rangá að hún sé komin yfir 1.000 laxa og verður líklega komin hátt í 1.500 laxa um eða yfir helgina þar sem veiðin í ánni en frábær þessa dagana. Engin 100 laxa dagur hefur komið ennþá en þó hafa dagar komist nálægt því eins og í fyrradag þegar það veiddust samkvæmt okkar heimildum 92 laxar yfir daginn. Ytri Rangá er ekki komin í gang ennþá og veldur það nokkrum áhyggjum en þeir sem þekkja Ytri Rangá vel eru þó ekkert að stressa sig mikið yfir þessu enda alveg dæmi um að stærstu göngurnar hafi ekki verið að mæta fyrr en í lok júlí og þá eru tölurnar þaðan fljótar að hækka.
Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Aðalfundur SVFR verður haldinn 21. febrúar Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði