Veiði

Flott veiði í Hafralónsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Hafralónsá hefur gefið 86 laxa í sumar.
Hafralónsá hefur gefið 86 laxa í sumar. Mynd; Hreggnasi

Veiðimenn á norðaustur hluta landsins eru ekki að kvarta yfir vatnsleysi eða fiskleysi en veiðitölur þaðan eru bara á góðu rólu.

Við erum að fá fínar fréttir úr Hafralónsá en heildarveiðin í ánni er komin í 86 laxa sem eru fínar tölur miðað við árstíma. Meðalveiði í ánni er um 250 laxar og þar sem áin opnar frekar seint eru þetta frábærar tölur. Síðsumarsveiðin í Hafralónsá getur verið mjög góð svo ekki sé talað um septemberveiðina en það eru margir sem sækja reglulega í ánna á þeim tíma aðeins til þess að eltast við stóru hængana sem í henni liggja. Áinn þykir einstaklega skemmtileg og krefjandi og á sér mjög tryggan aðdáendahóp sem sækir hana á hverju ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.