Veiði

Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa

Karl Lúðvíksson skrifar

Eystri Rangá ber höfuð og herðar af ánum á þessu sumri sem stefnir í að verða það lélegasta víða síðan 2014.

Það er mikið sótt í laus leyfi í Eystri Rangá enda ekkert skrítið því það eru margir veiðimenn búnir að fara í nokkra túra í sumar án þess að fá lax og Veiðivísir á einn góðkunningja sem er búinn að fara í þrjá túra á besta tíma í topp ám en ekki einu sinni sett í lax. Það reynir því á þolinmæði margra sem eru með veiðidellu að fara í gegnum svona sumar en Eystri Rangá virðist koma þar til bjargar og líklega fer Ytri Rangá að gera það sama en hún virðist aðeins vera að komast almennilega í gang.

Eystri var á miðvikudaginn eina áinn sem var komin yfir 1.000 laxa í sumar og hún stefnir hraðbyr í að fara yfir 2.000 laxa næstu daga. Það er mikið af laxi að ganga og öll veiðisvæði inni þó mismikið sé af laxi á stöðunum. Ágúst er að öllu jöfnu besti tíminn svo þeir sem eiga daga þar á þeim tíma geta sannarlega farið að hlakka til. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.