Veiði

40 laxa dagar í Ytri Rangá

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiðin í Ytri virðist vera farin loksins af stað.
Veiðin í Ytri virðist vera farin loksins af stað. Mynd: KL

Ytri Rangá er misfljót að fara í gang á sumrin og þetta sumarið fór hægt af stað en það er loksins að lifna yfir ánni.

Það hefur alveg gerst að hún hafi ekki farið í fyrr en um lok júlí og hún hafi svo átt gott sumar og það er vonandi að það verið þannig í sumar en hækkandi veiðitölur benda til þess að hún sé að fara í gang. Besti dagurinn í sumar var í vikunni en þá náðust 40 laxar yfir daginn og þegar Ytri Rangá fer að gefa hátt í 50 laxa á dag eru tölurnar fljótar upp. Vikurtölur síðasta miðvikudag voru 467 laxar en á því skriði sem áinn virðist loksins vera komin á verður hún líklega næsta laxveiðiáin sem fer upp í 1.000 laxa nema Miðfjarðará verði fyrri til en veiðin þar hefur að sama skapi tekið smá kipp og er hún komin í 493 laxa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.