Makamál

Spurning vikunnar: Hversu oft stundar þú kynlíf að jafnaði?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Er mikil munur á því hversu oft fólk stundar kynlíf að jafnaði sem er í sambandi eða fólki sem er á lausu?
Er mikil munur á því hversu oft fólk stundar kynlíf að jafnaði sem er í sambandi eða fólki sem er á lausu?

Kynlíf er stór þáttur í lífi okkar flestra og segja flestir sambandsráðgjafar að það sé einn mikilvægasti þátturinn í samböndum hvað varðar nánd og innileika á milli para. 
Öll erum við misjöfn og með misjafnar þarfir og það sama á við með þörfina fyrir kynlíf. Sumir hafa mikla löngun og þurfa að stunda kynlíf mjög reglulega meðan aðrir geta nánast  lifað án þess.

Makamál ætla að kanna hversu oft fólk stundar kynlíf að jafnaði og er fólk beðið um að svara eftir því hvort það er á lausu eða í sambandi.

Hægt er að svara spurningunni hér að neðan og verða niðurstöðurnar kynntar í Brennslunni á FM957 föstudaginn 12.júlí um 08:00.  

Þeir sem eru á lausu svara hér fyrir neðan:
 

 

Þeir sem eru í sambandi svara hér fyrir neðan: 

 


Tengdar fréttir

Birta Hlíf um lífið og stefnumótaheiminn í LA

Birta Hlíf Epstein er í draumastarfinu sínu í borg englanna, Los Angeles og vinnur í fullu starfi sem stílisti fyrir Kelly Clarcson og Pentatonix. Makamál fengu að heyra aðeins um lífið í LA, hvernig er að vera Íslendingur í útlöndum og stefnumótamarkaðinn.

Bone-orðin 10: Diljá Ámunda vill hlátur en ekki hrútskýringar

Diljá Ámundadóttir Zoega er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.