Laxveiðin erfið á vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Það hefur verið erfitt sumar á vesturlandi í laxveiðiánum. Mynd úr safni Nýjar vikutölur sem voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga sýnir að veiðin er afar erfið á vesturlandi. Vikutölurnar endurspegla það ástand sem hefur verið viðvarandi í ánum á vesturlandi frá opnun og það lítur ekkert sérstaklega vel út með framhaldið ef það fer ekki að rigna all hressilega og það í lengri tíma. Árnar eru í mjög litlu vatni sem gerir það að verkum að laxinn er ansi tregur til að ganga. Það er aftur á móti fínn gangur í Urriðafossi sem er á toppnum yfir veiðisvæðin það sem af er sumri en þar hafa 427 laxar veiðst á 4 stangir. Veiðin í Eystri Rangá er að komast á gott skrið en það hafa veiðst 235 laxar í henni og það er mikið af laxi að ganga. Svona til samanburðar á því í hvað veiðin í Eystri gæti verið að stefna þá er veiðin núna á pari við það sem hún var á sama tíma 2008 þegar áinn fór í um 7000 laxa. Blanda er komin í 135 laxa, Miðfjarðará í 118 og Brennan í 107 en veiðin þar sýnir að laxinn sem á að fara upp í Þverá er bara slakur í Brennunni og bíður betra vatns. Önnur veiðisvæði hafa ekki náð yfir 100 laxa. Mest lesið 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði
Nýjar vikutölur sem voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga sýnir að veiðin er afar erfið á vesturlandi. Vikutölurnar endurspegla það ástand sem hefur verið viðvarandi í ánum á vesturlandi frá opnun og það lítur ekkert sérstaklega vel út með framhaldið ef það fer ekki að rigna all hressilega og það í lengri tíma. Árnar eru í mjög litlu vatni sem gerir það að verkum að laxinn er ansi tregur til að ganga. Það er aftur á móti fínn gangur í Urriðafossi sem er á toppnum yfir veiðisvæðin það sem af er sumri en þar hafa 427 laxar veiðst á 4 stangir. Veiðin í Eystri Rangá er að komast á gott skrið en það hafa veiðst 235 laxar í henni og það er mikið af laxi að ganga. Svona til samanburðar á því í hvað veiðin í Eystri gæti verið að stefna þá er veiðin núna á pari við það sem hún var á sama tíma 2008 þegar áinn fór í um 7000 laxa. Blanda er komin í 135 laxa, Miðfjarðará í 118 og Brennan í 107 en veiðin þar sýnir að laxinn sem á að fara upp í Þverá er bara slakur í Brennunni og bíður betra vatns. Önnur veiðisvæði hafa ekki náð yfir 100 laxa.
Mest lesið 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði