Veiði

Að kasta flugu í Þjórsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Greinarhöfundur með sinn fyrsta lax úr Þjórsá
Greinarhöfundur með sinn fyrsta lax úr Þjórsá Mynd: Georg Andersen
Urriðafoss í Þjórsá er aflahæsta veiðisvæðilandsins eins og er og veiðin þar er komin yfir 300 laxa þrátt fyrir að skilyrðin suma daga hafi verið erfið.Í gær var áin mjög lituð og skyggni í henni lítið sem ekkert en þrátt fyrir það lagði undirritaður á sig smá ferðalag úr borginni ásamt mínum makker, Georg Andersen, til að veiða í Þjórsá. Það er vita vonlaust að fá daga á næstunni á aðalsvæðinu þar sem mokveiðin hefur staðið og hafi maður hug á að veiða þar að ári er eins gott að panta strax.Við ákváðum að skella okkur á tilraunasvæðið ofan við Urriðafoss sem er nefnt Urriðafoss B/Þjótandi án þess að hafa nokkra þekkingu á því svæði. Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters gaf okkur nokkur góð ráð áður en haldið var af stað og komu þau sér mjög vel. Svæðið er magnað. Þetta fljót sem áin er opnar alveg nýja upplifun fyrir veiðimenn og það skal segjast að þetta er mikil áskorun eins og áin var í gær, að kasta flugu í þessa risavöxnu jökulá, en maður minn hvað þetta er gaman.Við félagarnir tókum þá ákvörðun þar sem við höfðum ekki tíma nema til að veiða hálfan daginn að einbeita okkur að þremur stöðum og veiða þá skipulega og þétt. Í öðru rennsli á fyrsta staðnum setti undirritaður í lax sem var landað stuttu síðar og þar rann í háfinn þykk og flott 80 sm hrygna sem tók litríkustu Snælduna í boxinu. Það var alveg ótrúleg upplifun að standa þarna á bakkanum og þreyta lax á þessari flottu breiðu sem heitur Kláfur og þreyta lax. Þessi breiða var áður en ég kastaði í hana ansi veiðileg og eftir að þessum laxi var landað hugsa ég að hún sé á sama kaliberi hvað ánægju varðar eins og Breiðan í Blöndu og Hólabeiða í Jöklu.Aðrir staðir sem voru prófaðir voru Sog og Hestvík. Ekki náðust fleiri laxar en það er klárt að þeir voru þarna en skilyrðin voru erfið þar sem skyggni í ánni var lítið sem ekkert. Við ætlum aftur, það er aveg á hreinu!
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.