Handbolti

Rúnar og Óðinn tilnefndir fyrir mark ársins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar er tilnefndur fyrir mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni.
Rúnar er tilnefndur fyrir mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm

Mörk Rúnars Kárasonar og Óðins Þór Ríkharðssonar eru meðal þeirra átta sem eru tilnefnd sem mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Taka má þátt í kosningunni um mark ársins með því að smella hér.

Mark Rúnars kom úr vítakasti. Hann rúllaði þá boltanum óvænt framhjá markverðinum, ekki ósvipað og Ólafur Stefánsson gerði í landsleik gegn Tékklandi fyrir allmörgum árum.

Rúnar leikur með Ribe-Esbjerg og skoraði 99 mörk fyrir liðið í deildakeppninni í vetur.
Mark Óðins sem er tilnefnt kom í leik GOG og Aalborg. Hann skoraði þá með skemmtilegu skoti úr hægra horninu eftir hraðaupphlaup.
Óðinn og félagar í GOG komust í úrslit um danska meistaratitilinn þar sem þeir töpuðu þeir Aalborg í oddaleik.
Mörkin sem eru tilnefnd má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.