Handbolti

Rúnar og Óðinn tilnefndir fyrir mark ársins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar er tilnefndur fyrir mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni.
Rúnar er tilnefndur fyrir mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm
Mörk Rúnars Kárasonar og Óðins Þór Ríkharðssonar eru meðal þeirra átta sem eru tilnefnd sem mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Taka má þátt í kosningunni um mark ársins með því að smella hér.

Mark Rúnars kom úr vítakasti. Hann rúllaði þá boltanum óvænt framhjá markverðinum, ekki ósvipað og Ólafur Stefánsson gerði í landsleik gegn Tékklandi fyrir allmörgum árum.

Rúnar leikur með Ribe-Esbjerg og skoraði 99 mörk fyrir liðið í deildakeppninni í vetur.

Mark Óðins sem er tilnefnt kom í leik GOG og Aalborg. Hann skoraði þá með skemmtilegu skoti úr hægra horninu eftir hraðaupphlaup.

Óðinn og félagar í GOG komust í úrslit um danska meistaratitilinn þar sem þeir töpuðu þeir Aalborg í oddaleik.

Mörkin sem eru tilnefnd má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×