Lífið

YouTube-stjarna fór á skeljarnar og YouTube-stjarna sagði já

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stjörnuparið á góðri stundu.
Stjörnuparið á góðri stundu. Vísir/Getty

YouTube-stjörnuparið Jake Paul og Tana Mongeau trúlofuðu sig í gær. Þetta tilkynnti Mongeau á Twitter síðu sinni í morgun.

Paul og Mongeau hafa átt í ástarsambandi síðustu mánuði. Margir internetspekingar hafa þó dregið alvarleika sambandsins í efa og hafa sakað parið um að auglýsa sig sem par á internetinu til ess að öðlast meiri frama á YouTube.

Eitthvað virðist þó vera á bak við sambandið þar sem Mongeau á 21 árs afmæli í dag og ákvað Paul að færa henni tvíþætta afmælisgjöf. Til að byrja með færði hann henni Mercedes Benz G-class jeppa að virði 124 þúsund dollara, eða um 15 milljóna króna.

Það var þó ekki allt saman heldur skellti Paul sér á skeljarnar. Mongeau sagði já og parið því trúlofað. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær brúðkaupið fer fram, né þá hvort því verður streymt beint á YouTube rásum parsins.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.